is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3066

Titill: 
  • Líf eftir starfslok
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn verða starfslok einstaklinga skoðuð. Lögð verður áhersla á að kanna þau áhrif sem starfslokin hafa á einstaklinga og hvað hægt er að gera til þess að starfslokin verði sem ánægjulegust fyrir hvern og einn.
    Lagt var upp með eftirfarandi rannsóknarspurningar: Hvaða áhrif hefur góður undirbúningur starfsloka á líf einstaklinga að lokinni starfsævi, hvert er mikilvægi félagslífs, fjárhagslegs öryggis og fjölskyldutengsla í lífi eldri borgara og hvað telja þátttakendur mikilvægt til að hægt sé að lifa góðu lífi eftir starfslok?
    Tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga sem allir áttu það sameiginlegt að vera hættir að vinna. Einstaklingarnir voru valdir með hentugleikaúrtaki. Unnið var úr viðtölunum og niðurstöður bornar saman við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á viðfangsefninu.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að þátttakendurnir í rannsókninni stunduðu allir einhverskonar félagslíf. Misjafnt var hvaða skilgreiningu hver og einn þátttakandi lagði í hugtakið félagslíf en allir höfðu eitthvað á sínum snærum til þess að láta daginn líða hraðar. Undirbúningur fyrir starfslok skiptir máli þegar kemur að því að hætta að vinna. Ef þátttakandi hafði ekki undirbúið sig á neinn hátt fyrir starfslok þá leið honum ekki eins vel og þeim sem hafði undirbúið sig. Allir þátttakendurnir voru sammála um að þeir hefðu það ágætt fjárhagslega en sögðu samt að betra væri ef þeir hefðu meira á milli handanna. Allir þátttakendur rannsóknarinnar voru sammála því að mikilvægt væri að vera í góðu sambandi við fjölskyldu sína. Allir þátttakendurnir voru í góðu sambandi við sína nánustu. Þær tillögur sem þátttakendurnir komu fram með voru meðal annars að huga vel að heilsunni eftir starfslok. Regluleg hreyfing og það að fara út á meðal fólks var talið vera mikilvægur hluti af því að láta sér líða vel eftir starfslok.

Samþykkt: 
  • 19.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3066


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_ritgerd_sigrun_steinsdottir_fixed.pdf1.45 MBLokaðurHeildartextiPDF