is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30660

Titill: 
  • Íslensk staðfærsla og mat á próffræðilegum eiginleikum DSM-5 útgáfu Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia for School Aged Children Present and Lifetime version (K-SADS-PL): kvíðaraskanir og áfallastreituraskanir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stöðluð greiningartæki eru mikilvæg verkfæri fagaðila innan geðheilbrigðisþjónustunnar til að skjólstæðingar fái viðeigandi greiningu og meðferð. The Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia for School-Age Children-Present and Lifetime version (K-SADS-PL) er hálfstaðlað greiningarviðtal sem er mikið notað meðal fagaðila sem sinna börnum og unglingum með geðrænan vanda. Tilgangur rannsóknarinnar var að þýða og aðlaga kvíða og áfallastreituhluta nýjustu útgáfu viðtalsins að íslenskum aðstæðum og forprófa hana í klínísku úrtaki. Rannsóknin fór fram í samstarfi við Barna og unglingageðdeild Landspítala og Litlu kvíðameðferðarstöðina. Þátttakendur voru börn á aldrinum 6-17 ára og voru einu skilyrðin fyrir þátttöku að þau og foreldrar þeirra skilji og tali íslensku. Lokagreining var fengin með því að sameina niðurstöður viðtalanna við barn og foreldri. Þátttakendur svöruðu einnig spurningalistum til að bera saman niðurstöður þeirra sem fengu greiningar og þeirra sem fengu ekki. Niðurstöðurnar sýndu frammúrskarandi samræmi milli matsmanna (Kappa 0,93-) fyrir utan felmtursröskun (Kappa 0,65). Samanburður kvíðagreininga við niðurstöður samanburðarlista sýndi fram á að þýðingin hafi gott samleitniréttmæti, sérstaklega þegar kemur að greiningu aðskilnaðarkvíðaröskunar og félagskvíðaröskunar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslensk þýðing og aðlögun höfunda sé réttmætt og áreiðanlegt greiningartæki á kvíðaröskunum í klínísku úrtaki á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30660


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_Hjördís Ólafsdóttir.pdf16.04 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Íslensk staðfærsla og mat á próffræðilegum eiginleikum K-SADS - 06.06.pdf915.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna