is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30664

Titill: 
 • Nálastungumeðferð ljósmæðra og stuðningur við eðlilegt fæðingarferli: Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Acupuncture treatment of midwives and support of the normal birth process: A literature review
Útdráttur: 
 • Inngrip og íhlutanir í eðlilegar fæðingar hafa aukist síðustu ár og eðlilegum fæðingum fækkað. Vitundarvakning hefur þó átt sér stað á áhrifum óþarfa inngripa og íhlutana í fæðingarferlið ásamt aukinni áherslu á gagnreynda þekkingu og vinnubrögð í heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sem hafa skoðað hvaða þættir styðji við eðlilegt ferli fæðingar hafa sýnt fram á að yfirseta, nærvera og einstaklingsmiðuð umönnun sem og vatn, nudd og öndunar-og slökunartækni ásamt fleiri náttúrulegum aðferðum styðji við eðlilegt ferli fæðingar.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða nálastungumeðferð ljósmæðra á meðgöngu og í fæðingu, hvort og hvernig nálastungumeðferð styðji við eðlilegt ferli fæðingar og jákvæða upplifun kvenna af fæðingu. Áhersla var lögð á upplifun kvenna af nálastungumeðferð ásamt því að skoða hvort nálastungumeðferð hafi áhrif á sjálfkrafa byrjun fæðingar og upplifun af verkjum og verkjameðferð í fæðingu.
  Eigindlegar rannsóknir hafa sýnt fram á almenna ánægju kvenna með nálastungumeðferð á meðgöngu og í fæðingu. Nálastungumeðferð hjálpar meðal annars við að ná fram slökun, við andlegan undirbúning, hefur valdeflandi áhrif og stuðlar að gagnkvæmu sambandi á milli konu og ljósmóður. Nálastungumeðferð hefur jákvæð áhrif á fæðingarupplifun og hjálpar konunni að fá þá fæðingu sem hún óskaði eftir. Rannsóknir sem skoðað hafa áhrif nálastungumeðferðar á sjálfkrafa byrjun fæðingar benda til þess að nálastungur hafi áhrif á þroskun legháls og geti þannig hugsanlega haft jákvæð áhrif á fæðingarferlið. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt að nálastungumeðferð hjálpi konum að ráða við verki í fæðingu og dregur úr notkun annarra verkjameðferða eins og mænurótardeyfingu en niðurstöður á áhrifum nálastungumeðferðar til að draga úr verkjastyrk eru óljósari og misvísandi.
  Út frá þeim niðurstöðum sem fram koma í þessari fræðilegu samantekt má álykta að nálastungu-meðferð styðji við eðlilegt ferli fæðingar og hafi jákvæð áhrif á upplifun kvenna af fæðingu. Frekari rannsókna er þó þörf á áhrifum nálastungumeðferðar á eðlilegt ferli fæðingar.
  Leitarorð : nálastungur (e. acupuncture), verkir í fæðingu (e. labor pain), framköllun fæðingar (e. induction of labour), áhrif á þroskun legháls (e. improving cervical maturity), eðlileg fæðing (e. normal birth).

Samþykkt: 
 • 7.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nálastungumeðferð ljósmæðra og stuningur við eðlilegt fæðingarferli Fræðileg samantekt.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf1.01 MBLokaðurYfirlýsingPDF