is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30665

Titill: 
  • Mótefnamagn í íslenskum ærbroddi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rík ástæða er til þess að rannsaka þær aðstæður sem mæta nýfæddum lömbum og geta haft áhrif á lífsþrótt þeirra. Í baráttunni gegn slefsýki er mikilvægt að fyrirbyggja að sjúkdómsvaldurinn E. coli nái að dafna í umhverfi nýfæddra lamba en einnig að gera ónæmiskerfi þeirra hæfara til þess að ráða við þessa bakteríu sem og aðrar í umhverfinu. Mikið er til að vinna að þróa aðferðir, sem ekki fela í sér fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf, til þess að halda slefsýki í skefjum. Mótefnamagn broddmjólkur er breytilegt en miðað er við að broddur þurfi innihalda að lágmarki 50 g/L af mótefninu immúnóglóbúlín G (IgG) til að geta talist hágæða broddur. Áríðandi er að lömb taki upp nægilegt magn af IgG fljótlega eftir burðinn, (það er yfir 10 g/L blóðvatns) því annars er hætta á því að ónæmiskerfi þeirra verði illa undir það búið að takast á við smitefni í umhverfinu. Hægt er að áætla efnainnihald brodds á einfaldan hátt með ljósbrotsmæli en til þess þarf að útbúa kvarða fyrir sérhvert ræktunarkyn sem nota má til þess að áætla magn IgG út frá ljósbroti.
    Gæðabroddur, með ríku innihaldi af mótefninu IgG, er afgerandi þáttur í því að tryggja lömbum sem besta lífsmöguleika. Slefsýki er ein af þeim klínísku myndum sem sýking með E. coli veldur í nýfæddum lömbum. Sjúkdómsmyndin fer ekki síst eftir því hversu hár styrkur inneiturs (e. endotoxin) verður í blóði lamba sem ekki hafa fengið brodd. Nái þessi styrkur vissum hæðum, veldur inneitrið einkennum slefsýki og yfirleitt dauða í kjölfarið. Aðstæður í meltingarvegi og ónæmiskerfi lambanna geta þannig orðið til þess að tiltölulega skaðlaus coli-sýkill valdi banvænum sjúkdómi.
    Vorið 2017 var 75 sýnum ærbrodds safnað af tveimur bæjum. Í framhaldi af því voru sýnin ljósbrots- og IgG mæld, mér sérstakri ELISA aðferð. Í meginatriðum var viðfangsefni rannsóknarinnar að mæla styrk IgG í broddsýnum úr íslenskum ám og skrá þætti sem mögulega geta haft áhrif á það, eins og aldur og heilsufar ærinnar, fjölda lamba, hvort slefsýki kæmi upp ásamt öðru. Einnig var IgG mælingin borin saman við ljósbrotsmælingar á viðkomandi sýnum. Þannig var athugað hvort hægt væri að segja til um gæði brodds með nokkurri nákvæmni með ljósbrotsmælingum, sem er þá þægileg og fljótleg leið sem bændur gætu nýtt sér til þess að segja til um gæði broddsins.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Árdís Mótefnamagn í íslenskum ærbroddi.pdf460.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna