is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30666

Titill: 
  • Þýðing og forprófun á Children's Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale (CY-BOCS)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er að mat á alvarleika áráttu- þráhyggjuröskunar (ÁÞR) í byrjun meðferðar og í rannsóknum sé bæði áreiðanlegt og réttmætt. Gullstaðallinn í mati á alvarleika ÁÞR, bæði í klínísku starfi og rannsóknum, er hálfstaðlaða viðtalið Children‘s Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale (CY-BOCS). Þörf er á nýrri þýðingu á viðtalinu á íslensku meðal annars til þess að fylgja þróun erlendis og grípa sem flest einkenni. Markmið þessarar rannsóknar var að þýða og staðfæra viðtalið ásamt því að athuga próffræðilega eiginleika í litlu klínísku úrtaki (n=5). Enn fremur var ætlunin að draga saman grunnlínu í erlendum slembivalsrannsóknum og bera saman við íslenska úrtakið. Niðurstöður voru þær að meðaltal CY-BOCS var 22,2 (sf=5,26) en 11,0 (sf=2,92) og 11,2 (sf=2,59) fyrir þráhyggju og áráttu. Matsmannaáreiðanleiki var góður fyrir heildartölu (r=0,85), viðunandi fyrir þráhyggju (r=0,74) og mjög góður fyrir áráttu (r=0,94). Samantekt á 33 slembivalsrannsóknum gaf M=24,45 (sf=5,05). Samleitniréttmæti var slakt fyrir foreldraútgáfu ÁÞR kvarða Revised Children's Anxiety and Depression Scale (RCADS; r=-0,88), sjálfsmatsútgáfu ÁÞR kvarða RCADS (r=-0,30), ÁÞR kvarða Child Behavior Checklist (CBCL; -0,30), ÁÞR kvarða Youth Self-Report (YSR; r=-0,43) og Short Obsessive Compulsive Questionnaire (SOC; r=0,18). Samleitniréttmæti var sterkara fyrir Clinical Global Impression Severity Scale (CGI-S; r=0,77). Taka ber niðurstöðum með fyrirvara vegna fárra þátttakenda. Þörf er á frekari rannsóknum á áreiðanleika og réttmæti CY-BOCS í stærra úrtaki íslenskra barna.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30666


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
doc01065120180607091344.pdf153,07 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Þýðing og staðfærsla á CY-BOCS - Baldvin Logi Einarsson .pdf379,11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna