is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30668

Titill: 
  • Áhrif skyldleikaræktar á afurðir íslenskra mjólkurkúa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þróun í skyldleikarækt var metin í íslenska kúakyninu, ásamt áhrifum skyldleikaræktar á valda eiginleika. Notuð voru ætternisgögn frá Bændasamtökum Íslands þar sem elsti gripur var fæddur árið 1911 og afurðagögn úr skýrsluhaldskerfinu Huppu sem náði yfir gripi fædda árið 1993 og til vorra daga sem mjólkað höfðu eitt mjaltaskeið eða fleiri. Gæði ætternisgagna hafa aukist mikið á undanförnum árum. Meðal PEC5 stuðull árgangs 2017 er 0,86 en meðal PEC5 stuðull árgangs 2003 er 0,52. Gripum með lakari ættfærslur fækkar með tímanum en gripum á skýrslum í heild fjölgar og ætternisfærslur þeirra eru almennt betri. Skyldleikarækt eykst einnig en sennilega ekki alveg jafn hratt og mætti halda sökum þess að vanmat á skyldleikarækt minnkar með bættum ættfærslum. Skyldleikaræktaraukning yfir ár mældist 0,077% á árabilinu 1993-2014 hjá flokki kúa með PEC5 ≥ 0,8. Aukning skyldleikaræktar sæðinganauta á árabilinu 1990-2016 mældist 0,097% á ári og meðal PEC5 gildi þeirra 0,93.
    Metin voru áhrif skyldleikaræktar á fjóra eiginleika. Eiginleikarnir voru mjólkur-, fitu- , próteinmagn yfir 305 daga mjaltaskeið og meðalfrumutöluskor yfir mjaltaskeið. Fyrstu þrjú mjaltaskeiðin í ævi hverrar kýr voru til rannsóknar. Samkvæmt rannsókninni reyndist skyldleikarækt hafa marktæk neikvæð áhrif á mjólkurmagn, fitumagn og próteinmagn en engin greinanleg áhrif fundust á frumutöluskor. Áhrif 1% skyldleikaræktaraukningar reyndust eftirfarandi: Mjólkurmagn á 305 daga mjaltaskeiði minnkar um 10,97, 12,64 og 11,51 kg, fitumagn um 0,43, 0,48 og 0,60 kg og próteinmagn um 0,34, 0,38 og 0,49 kg fyrir fyrsta, annað og þriðja mjaltaskeið.
    Lagt er til að skyldleikarækt sé stillt í hóf bæði vegna beinna neikvæðra áhrifa hennar og eins til að viðhalda erfðabreytileika til lengri tíma. Einnig er lagt til að rannsökuð verði áhrif skyldleikaræktar á eiginleika tengda lifun og frjósemi.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30668


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_BjarniS_Áhrif skyldleikaræktar á afurðir íslenskra.pdf903.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna