is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3067

Titill: 
  • Íslenski gjaldeyrismarkaðurinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gjaldeyrismarkaðir hafa það hlutverk að auðvelda og stýra miðlun gjaldeyris milli aðila sem vilja kaupa og selja gjaldeyri. Ísland er lítið opið hagkerfi og gengi gjaldmiðils þess skiptir miklu máli fyrir innlenda verðlagsþróun og efnahagslífið almennt. Miklar sveiflur hafa verið á gengi krónunnar allt frá því að gengisskráning hennar hófst og mikil verðbólga hefur einkennt íslenskt efnahagslíf. Velta á millibankamarkaði hefur aukist gífurlega en fjárfestar hafa í auknum mæli litið á gjaldeyri sem fjárfestingu líkt og verðbréf. Árið 2008 var metár i veltu en síðustu mánuðir ársins 2008 voru þó þeir allra lægstu í mörg ár. Telja má helstu ástæður þess vera hrun bankakerfisins og þau gjaldeyrishöft sem voru sett á í kjölfarið. Saga íslenska gjaldeyrismarkaðarins er rakin og skoðaðir eru helstu atburðir, allt frá árinu 1873 þegar Ísland varð hluti að myntbandalagi og til ársins 2008 þegar heimskreppan skall á. Til að öðlast skilning á því hvernig jafnvægi myndast á gjaldeyrismörkuðum er farið yfir helstu kenningar er varða það. Það eru kaupmáttarjafnvægiskenningin, Fisher áhrifin og vaxtajafnvægi. Kenningarnar eru ekki alltaf í fullkomnu samræmi við raunveruleikann en gefa þó vísbendingu um hegðun markaðarins. Að lokum er fjallað um gjaldeyriskreppur, afleiðingar þeirra og orsakaþætti einnig starfsemi alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hlutverk hans og þá fjárhagsaðstoð sem bankinn hefur veitt Íslandi í gegnum árin.

Samþykkt: 
  • 22.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
a_fixed.pdf22.3 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Heildartexti_fixed.pdf832.99 kBLokaðurHeildartextiPDF