is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30671

Titill: 
 • Vorþungi lamba sem mat á mjólkurlagni áa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Íslenski sauðfjárstofninn hefur tekið miklum breytingum með bættri aðstöðu og ákveðnum ræktunarmarkmiðum. Mjólkurlagni er einn af aðalþáttunum sem lagður er til grundvallar aukinna afurða ánna en mjólkin er aðalfæða lamba á vorin og heldur áfram að hafa áhrif á vöxtinn allt sumarið. Fimm ára gangnasafn áranna 2011-2015 var fengið frá Tilrauna- og kennslubúinu á Hesti til að skoða vöxt lamba sem gengu tvö undir ánum og reikna mjólkurlagni áa út frá vorvexti. Fæðingaþungi 3820 lamba sem gengu eitt og tvö undir ánum var skoðaður eftir árum, kyni og fjölda lamba í burði.
  Vor- og sumarvöxtur 3607 lamba sem gengu tvö undir var skoðaður eftir árum með tilliti til áhrifaþátta, aldurs móður, kyns, fæðingarþunga og árferði til að sjá hvort marktæk áhrif væru á vor- og sumarvöxt lamba. Aldur móður hafði ekki marktæk áhrif á sumarvöxtinn og var því undanskilinn. Fjallað er um ástæður fyrir breytileika innan áhrifaþátta og skoðaðar voru ástæður fyrir áhrifum hvers þáttar á vöxtinn.
  Vorvöxtur lambanna var notaður til að reikna út einkunn fyrir mjólkurlagni ánna með aðferðum sem lýst er í grein Stefáns Aðalsteinssonar (1971) um kynbótaeinkunn áa sem fyrirmynd. Samanburður á milli afurðastigseinkunnar út frá fallþunga á haustin og vorvaxtareinkunnar sýndi talsvert samhengi (b = 0,649) en gögnin benda til þess að breytileikinn verði meiri þegar aðstæður fyrir sumarvexti eru hagstæðar og/eða þegar mikill breytileiki verður á milli vorvaxtar og sumarvaxtar. Minni breytileiki er á vorvexti lamba en sumarvexti sem bendir til þess að vorvaxtareinkunn gefi nákvæmari einkunn á mjólkurlagni áa en mjólkurlagni reiknuð út frá fallþunga lamba að hausti.
  Alls voru 2498 ær í afurðastigsúrvinnslu. Tvö afurðastig eru reiknuð fyrir ærnar á Hesti, Annars vegar afurðastig Fjárvís sem reiknað er fyrir allar ær í skýrsluhaldi hérlendis og hins vegar afurðastig Hestbúsins. Afurðastigin gefa ánum svipaða einkunn, þó með einhverjum breytileika sem skýrist af því að fæðingaþungi lamba er tekinn inn í útreikninginn á Hestibúinu og afurðastigið reiknað út frá fyrstu vigtun lamba á haustin. Haustbötun lamba hefur því ekki áhrif á einkunn þeirra.

Samþykkt: 
 • 7.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30671


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Hafrún_lokaútgáfa.pdf328.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna