is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30672

Titill: 
 • Áhrif kjarnfóðurs í stað mjólkur á vöxt og þroska smákálfa
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis var að skoða áhrif kjarnfóðurs í stað mjólkur á vöxt og þroska smákálfa. Í verkefninu voru 32 kálfar sem skipt var upp í 8 meðferðahópa og voru 4 kálfar í hverjum hóp. Þrjár tímalengdir mjólkurskeiðs voru prófaðar og tveir mismunandi mjólkurduftsstyrkir (155g/L, 200g/L). Tímalengdir duftmjólkurhópanna voru 54, 38 og 25 dagar eða 2, 1,5 og 1 mánuður á frjálsum aðgangi mjólkur auk 3 daga broddgjafar. Til viðmiðunar voru tveir hópar sem fengu ferskmjólk í 52 daga ásamt sömu broddmeðferð og dufthóparnir. Frjáls aðgangur var að kjarnfóðri, heyi og vatni allan tilraunatímann sem voru 4 mánuðir (120 dagar). Allir hópar höfðu frjálsan aðgang að sinni mjólkurgerð í mismunandi tíma eftir því hvaða meðferðarhópi þeir lentu í en fráfærutíminn var jafn langur hjá öllum hópum eða 2x2 L mjólk á dag í 10 daga.
  Megin niðurstöður tilraunarinnar eru skýrar:
  - Hægt er að stytta mjólkurskeið kálfa niður í 1,5 mánuð. Þeir skila sambærilegum vexti og 2 mánaða kálfar.
  - Ekki skiptir máli upp á vöxt og vaxtarhraða hvort gefin er duftmjólk með 155 eða 200 g/L ef frjáls aðgangur er að mjólkinni.
  - Kálfar á 200g/L mjólkinni átu marktækt minna kjarnfóður en 155g/L kálfarnir.
  - Duftmjólkurkálfarnir stóðu sig allir betur en ferskmjólkurkálfarnir svo spyrja má sig um ágæti þess að gefa kálfum ómeðhöndlaða ferskmjólk af misjöfnum gæðum.
  - Ferskmjólkur kálfarnir skiluðu dýrasta eldinu.
  Þessar niðurstöður eru byggðar á þeim forsendum að kálfarnir hafi frjálsan aðgang að mjólk allan mjólkurskeiðstímann og kjarnfóðri, heyi og vatni frá fæðingu.

Samþykkt: 
 • 7.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30672


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð-Haukur marteinsson.pdf645.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna