is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30673

Titill: 
  • Gæði broddmjólkur íslenskra mjólkurkúa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknin gekk út á að kanna gæði broddmjólkur íslenskra mjólkurkúa með tilliti til hversu mörg grömm af IgG væri í líter af broddmjólk. Hugsunin var þá að geta búið til skala yfir gæðin sem bændur gætu notað til að meta broddmjólkina á búum sínum. Tekin voru sýni úr fyrstu mjöltum nýborinna kúa á Hvanneyrarbúinu og fjögur önnur bú fengin til að taka sýni til samanburðar. Tekin voru sýni úr öllum aldurshópum, fyrsta kálfs kvígum og upp úr. Mælt var ljósbrot broddsins strax eftir burð og sýnið sett í frysti. Markmiðið með rannsókninni var að meta hvort ljósbrotsmælirinn væri nothæfur til að áætla IgG magn í broddmjólk. Skráðar voru fleiri upplýsingar en ljósbrot t.d. tími frá burði (klst.) þar til mælt var ljósbrot í sýninu, hversu marga kálfa kýrin hefur eignast, hversu lengi kýrin var í geldstöðu og aldur hennar. Ljósbrot var líka mælt eftir að búið var að frysta sýnin og þíða þau aftur. Þá kom í ljós að ljósbrotið var oftast einu stigi lægra en þegar ljósbrotið var mælt í fersku sýni. Meðaltalið á ljósbroti í ferskri broddmjólk var 19,5 BRIX % en þegar búið var að frysta hana og hún orðin þiðin aftur var meðaltalið 18.85 BRIX %. Borið var saman ljósbrot og IgG g/l í broddmjólkursýnunum, bæði var borið saman ferskum og þiðnum sýnum. Broddmjólk sem inniheldur að lágmarki 50 g/l af IgG hefur ljósbrotið 28,2 BRIX% á ljósbrotsmælinum í fersku ljósbrotsmælingunni en 27,2 BRIX % þegar búið var að þíða sýnin. IgG gildi á broddmjólkinni var frá 0,09 – 114,07 g/l, staðalfrávikið var 23,83 g/l. Fylgni var sterkari á milli IgG mælinganna og ljósbrotsins í þiðnu sýnunum heldur en í fersku broddmjólkursýnunum.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30673


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð _JKV_2018L.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna