is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30674

Titill: 
  • Áhrif skyldleikaræktar á skrokkmál íslenska hestsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenski hesturinn er lokaður erfðahópur og því er nauðsynlegt að fylgjast með erfðafjölbreytileika hans og skyldleikaaukningu. BLUP kerfið er notað til að meta kynbótagildi íslenskra hrossa en það getur leitt til vals á skyldum einstaklingum og þar með hraðað skyldleikaukningu í stofninum. Markmið verkefnisins var að kanna hvaða áhrif skyldleikarækt hefur á skrokkmál íslenskra kynbótahrossa. Skrokkmálin voru þau 11 skrokkmál sem mæld eru reglubundið við dóma á öllum kynbótasýningum; hæð á herðar, hæð á lægst bak, hæð á lend, brjóstdýpt og bollengd, brjóstbreidd, mjaðmarbreidd um mjaðmarhorn og lærleggstoppa, ummál um framhné, ummál um framfótlegg og breidd framleggs. Gögnin sem notast var við í þessu verkefni eru allir dómar á íslenskum hrossum á Íslandi frá 2000 til 2017, auk allra þekktra ætternisgagna. Gögnin innihéldu 13.639 mælingar og er yngsta hrossið fætt 2014 og elsta 1986. Forritið Eva_inbred (Berg o.fl., 2006) var notað við útreikninga á skyldleikaræktarstuðlum og þéttleika ætternisgagnanna. Proc glm í SAS 9.4 var notað til að kanna áhrif skyldleikaræktar á skrokkmálin. Leiðrétt var fyrir aldursflokki, kyni og sýningarári. Aðhvarfsgreining var gerð til að kanna hvaða áhrif 1% aukning í skyldleikaræktarstuðli hafði á hvern eiginleika. Skyldleikarækt hafði áhrif á öll skrokkmál nema hæð á lægst bak, breidd um mjaðmarhorn, breidd um lærleggstoppa, breidd framleggs og ummál framleggs. Áhrif af 1% aukningu í skyldleikaræktarstuðli á skrokkmálin var á bilinu 0,019 til -0,059 cm. Sýningarár hafði marktæk áhrif á allar mælingarnar og voru þau að hækka að meðaltali á milli ára. Aldur hafði einnig marktæk áhrif á flestar mælingar. Þar sést að yngstu hrossin fara stækkandi og styrkjast í sköpulagi eftir því sem þau verða eldri. Marktæk neikvæð áhrif eru af skyldleikarækt á stærð íslenskra kynbótahrossa. Ljóst er að hross með aukinn skyldleikaræktarstuðul eru að jafnaði minni.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30674


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs Ritgerð-Linda Margrét.pdf1,29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna