Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/30682
The rise in mental health problems among young people in the recent years, which coincided with widespread acceptance of marijuana consumption, had sparked a debate about a possible link between the two. The main goal of this study was to investigate if there was an association between marijuana use, suicidal ideation, suicide attempts and intentional self-harm among 16-19 year old college students and whether it affects males and females differently. A comparison of data from the Icelandic Centre for Social Research and Analysis between 2010, 2013 and 2016 was made. All three datasets included approximately 4.000 participants with the sexes being almost proportionally even. The participants were asked the same questions in the 2010, 2013 and 2016 datasets. The questions were whether or not they had used marijuana in the past 30 days, whether or not they had ever had suicidal thoughts, attempted suicide or harmed themselves intentionally. The results showed that marijuana use among participants decreased and then remained relatively stable while suicidal ideation, suicide attempts and intentional self-harm increased. Female participants and participants who reported having used marijuana in the past 30 days were more likely to report having had suicidal ideation, attempted suicide or harmed themselves intentionally. Further discussion regarding the methodology, results and conclusion can be found in this paper.
Key words: marijuana, suicidal ideation, suicide attempt, self-harm, college students, gender
Aukning geðkvilla hjá ungu fólki undanfarin ár, sem átti sér stað samhliða auknu samþykki á neyslu marijuana meðal almennings, hafði vakið umræðu um mögulega tengingu þar á milli. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvort það væru tengsl á milli marijúana notkunar, sjálfsvígshugsana, sjálfsvígstilrauna og sjálfsskaða á meðal 16-19 ára framhaldsskólanemenda og hvort þau höfðu mismunandi áhrif á karla og konur. Samanburður var gerður á gögnum frá Rannsóknir og greining á milli áranna 2010, 2013 og 2016. Öll þrjú gagnasöfnin innihéldu rúmlega 4.000 þátttakendur þar sem kynjahlutföllin voru tiltölulega jöfn. Þátttakendur voru spurðir sömu spurninga í gagnasöfnunum þremur, þar sem spurt var hvort þátttakendur höfðu notað marijúana á síðastliðnum 30 dögum og hvort þeir hefðu nokkurn tímann haft sjálfsvígshugsanir, gert tilraun til sjálfsvígs eða viljandi valdið sjálfum sér skaða. Niðurstöður sýndu að það dróg úr marijúana neyslu á meðal þátttakenda en svo hélst hún tiltölulega stöðug á meðan tíðni sjálfsvígshugsana, tilrauna til sjálfsvígs og sjálfsskaða jókst á milli ára. Kvenkyns þátttakendur og þátttakendur sem sögðust hafa notað marijúana á síðastliðnum 30 dögum voru líklegri til að greina frá því að hafa nokkurn tímann haft sjálfsvígshugsanir, gert tilraun til sjálfsvígs eða viljandi valdið sjálfum sér skaða. Nánari umfjöllun um aðferðafræðina, niðurstöðurnar og túlkun þeirra má finna í þessari ritgerð.
Lykilorð: marijúana, sjálfsvígshugsanir, sjálfsvígstilraunir, sjálfsskaði, framhaldsskólanemendur, kyn.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokautgafa BSc ritgerð skemman.pdf | 757,17 kB | Open | Complete Text | View/Open |