en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3069

Title: 
 • Title is in Icelandic Markaðsmisnotkun í formi rangrar upplýsingagjafar
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Á nútímamörkuðum eins og verðbréfamörkuðum, þar sem milljónir manna eiga viðskipti sín á milli með hina ýmsu fjármálagerninga í ákveðnu kerfi, er mikilvægt að fólk geti treyst því að komið sé heiðarlega fram. Ein leið til að koma í veg fyrir vantraust er að bann sé sett við því að veita rangar upplýsingar. Á sviði verðbréfamarkaðsréttar nefnist þessi leið bann við markaðsmisnotkun. Meginmarkið þessarar ritgerðar er að fjalla um þá tegund markaðsmisnotkunar sem felur í sér ranga upplýsingagjöf, þ.e. miðlun upplýsinga í orði.
  Vikið verður að hugmyndafræðinni sem liggur að baki upplýsingalöggjöf á verðbréfamarkaði.
  Þeirri löggjöf er ætlað að koma í veg fyrir vandamál sem nefnist ósamhverf dreifing upplýsinga. Til að koma í veg fyrir þessi áhrif er mikilvægt að sporna við ósamhverfri dreifingu upplýsinga á markaði. Þrjár leiðir eru í boði. Í verðbréfamarkaðsrétti nefnast leiðirnar: i) upplýsingaskylda, ii) bann við innherjasvikum og iii) bann við markaðsmisnotkun. Leiðirnar voru innleiddar með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins
  2003/6/EB um innherjasvik og markaðsmisnotkun. Vegna aðildar Íslands að EESsamningnum var framangreind tilskipun innleidd í íslenskan rétt með lögum nr. 31/2005 ásamt þremur innleiðingartilskipunum. Fjallað verður almennt um bannið við markaðsmisnotkun. Farið verður yfir uppruna bannsins og lýst þeim tegundum markaðsmisnotkunar sem til staðar eru í dag, sem eru: i) markaðsmisnotkun í formi rangrar upplýsingagjafar, ii) markaðsmisnotkun í formi viðskipta og iii) misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Meginþungi umfjöllunarinnar verður um markaðsmisnotkun í formi rangrar upplýsingagjafar með hliðsjón af kröfum refsiréttarins. Farið var efnislega í bannið í Evrópurétti, norrænum rétti og í íslenskum rétti.

Accepted: 
 • Jun 22, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3069


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
pdf_fixed.pdf672.82 kBOpenHeildartextiPDFView/Open