is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30693

Titill: 
  • Áhrif lýsisgjafar á frjósemi áa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Helsta markmið þessa verkefnis er að athuga hvort fóðurlýsi geti aukið frjósemi íslenskra áa og hversu mikið gæti þurft til þess að fá viðunandi árangur. Tilraun var gerð veturinn 2016 til 2017 á bænum Sléttu við Reyðarfjörð á þýði sem innihélt 266 ær fæddar á árunum 2007 til 2015. Ær fæddar árið 2015 voru hafðar sér, þeim var skipt upp í tvo hópa þar sem annar hópurinn fékk einfaldan skammt af lýsi en hinn fékk ekkert lýsi. Eldri ánum var skipt í þrjá hópa þar sem einn hópur fékk einfaldan skammt af lýsi, annar ekkert og sá þriðji tvöfaldan skammt. Gengið var úr skugga um að jöfn aldursdreifing væri í öllum hópum hjá eldri ám en rannsóknir sýna að frjósemi skýrist að einhverju leyti af aldri áa. Einfaldur skammtur af lýsi innihélt um 11 ml. af fóðurlýsi á dag fyrir hverja á en tvöfaldur sk. um 22 ml. á dag fyrir hverja á. Gjöf á fóðurlýsi var framkvæmd þannig að fóðurlýsi var hellt yfir gróffóður um leið og búið var að gefa á viðkomandi garða. Byrjað var að gefa öllum ám lýsi 24. nóvember 2016, lýsisgjöf lauk síðan 10. janúar 2017. Meðal frjósemi fyrir ær á Sléttu frá árinu 2015 til 2017 er 1,90 lamb eftir á fyrir tveggja vetra ær og 1,97 fyrir fullorðnar ær sem er góð frjósemi. Niðurstöður sýna að lýsisgjöf hefur ekki marktæk áhrif á frjósemi áa, sama hvaða meðferðarlið litið er til. Það má þó vel vera að lýsisgjöf hefði skilað meiri árangri á sauðfjárbúi með lélega frjósemi. Þekkt er að aldur hefur áhrif á frjósemi áa eins og fram kom hér að framan og var aldur því tekinn með sem áhrifaþáttur í þessu verkefni. Niðurstöður sýna að marktækur munur er á frjósemi áa eftir aldri, mest frjósemi mældist hjá fjögurra vetra ám og lökust hjá ám í hópi sjö vetra og eldri. Eldri rannsóknir sýna að hámarks frjósemi hjá íslensku sauðfé er frá fjögurra til sex vetra aldurs, mínar niðurstöður eru í samræmi við það.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30693


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_thuridurLilly2018.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna