is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30694

Titill: 
  • Við útheimsins skaut er allt eldur og skraut af iðandi norðurljósum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Norðurljósaferðamennska er sífellt vaxandi grein innan ferðaþjónustu á norðurhveli jarðar. Ferðamenn ferðast norður á bóginn til þess að upplifa þetta stórfenglega náttúrufyrirbæri og hefur Ísland verið ofarlega á lista meðal vinsælla áfangastaða. Ástæðurnar fyrir vinsældunum virðast allmargar, til dæmis er Ísland vel staðsett hvað varðar virkni ljósanna og einnig landfræðilega, m.t.t. til ferðatíma frá N-Ameríku og Evrópu. Ísland er spennandi og framandi áfangastaður og hér er svo margt annað að sjá en bara norðurljós, sem dregur marga ferðamenn að. Norðurljósin hafa mikið verið notuð til markaðssetningar og reynt hefur verið að jafna út árstíðarsveiflur í komu ferðamanna til landsins, með góðum árangri. Flugfélög bjóða upp á pakkaferðir til Íslands sem innihalda norðurljósaferðir og mörg lággjaldaflugfélög eru farin að bjóða upp á beint flug til Íslands. Almenn ánægja er á meðal ferðamanna með Ísland sem áfangastað. Orðspor Íslands sem áfangastaðar styrkist og vænta má að vinsældirnar haldi áfram að aukast á komandi árum.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30694


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS verkefni Brynja Sif.pdf4.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna