is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30700

Titill: 
  • Áhrif birkihnúðmýs (Semudobia betulae Winn.) á frægæði birkis (Betula pubescens Ehrh.)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Birkiskógar eru eitt mikilvægasta vistkerfi í íslenskri náttúru og hefur djúpar rætur í vitund þjóðarinnar. Frá landnámi hefur birkiskógum hnignað verulega og er núverandi þekja þeirra einungis brot af því sem hún er talin hafa verið þá. Mikilvægt er að varðveita og endurheimta náttúrulega birkiskóga. Þáttur í því er að þekkja hvaða þættir stjórna framvindu þeirra. Fræframleiðsla er einn af þeim þáttum sem geta takmarkað nýliðun og dreifingu birkis. Birkihnúðmý er fluga sem verpir í nýmyndaða kvenrekla birkisins og lifa lirfur þess á fræhvítu fræsins. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvaða áhrif sýking af völdum birkihnúðmýs hefur á frægæði birkis.
    Rannsóknin byggir á gögnum sem safnað var á tveimur stöðum á landinu, á Hálsmelum í Fnjóskadal og í Gunnlaugsskógi á Rangárvöllum, á árunum 1992 til 1995. Á hvorum stað voru lagðir út reitir þar sem tekin voru reklasýni af birkiplöntum árin 1992 til 1994, auk þess sem lögð voru út snið með frægildrum. Talið var fræ í öllum sýnum, bæði af reklum og úr frægildrum, sýkt fræ voru aðgreind frá þeim heilbrigðu og hluti fræsins var spírunarprófaður.
    Niðurstöðurnar sýndu að sýkt fræ spíraði nánast ekkert en spírun af ósýktu fræi var misjöfn milli ára. Talsverðan mun mátti finna í hlutfalli fræs sem var sýkt af völdum birkihnúðmýs milli ára og svæða og var hlutfallið hærra á Hálsmelum en í Gunnlaugsskógi. Sýking af völdum birkihnúðmýs gerir það að verkum að sýkt fræ spírar almennt ekki og það hefur áhrif á heildarmagn nothæfs fræs. Fræframleiðsla birkis sveiflast á milli ára og hefur því sýking misjafnlega mikil áhrif eftir því hversu mikið er framleitt af fræi og hversu mikil sýking er í því. Birkihnúðmý getur þar af leiðandi haft neikvæð áhrif á landnám og endurnýjun birkiskóga í þeim tilfellum þar sem fræframleiðsla er takmörkuð og hlutfall sýkinga hátt.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30700


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Áhrif birkihnúðmýs á frægæði birkis.pdf491.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna