is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30702

Titill: 
  • Skógrækt ungmennafélaganna tekin út 25 árum eftir fyrstu úttekt (1992)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í árdaga ungmennafélaganna var eitt af aðalmarkmiðum þeirra að klæða landið aftur skógi. Mörg félög fóru af stað full af eldmóði en höfðu engan innlendan reynslubanka til að leita í til að fá upplýsingar um hvernig best ætti að standa að þessu háleita markmiði. Sumarið 1992 fór Björn. B. Jónsson um landið á vegum Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) og kannaði afdrif 110 skógarreita sem ungmennafélögin í landinu höfðu komið að og hann hafði fengið vitneskju um. Nú um 25 árum eftir fyrstu úttekt á skógarreitum ungmennafélaganna var ákveðið að hafa aftur uppi á þessum sömu reitum og komast að því hvað hafi gerst frá fyrri úttekt. Einnig átti að kanna hvort mögulega einhverjir af reitunum gætu hentað til útivistar fyrir almenning, líkt og skógarreitirnir í verkefninu Opnir skógar á vegum Skógræktarfélags Íslands (SÍ) og Icelandair Group. Sumrin 2016 og 2017 ferðaðist höfundur um landið, með stuðningi UMFÍ og SÍ, í leit að þessum reitum. Staðsetning reitanna og flatarmál skógarlunda var skráð með gps-tæki. Aðrir þættir voru einnig teknir út, eins og tegundasamsetning, hver væri ríkjandi trjátegund, yfirhæð hennar og þéttleikamæling var gerð ef reitur var yfir 0,25 ha að stærð og tré orðin nógu stór til að mælast með hlutfallssigti (e. relascope). Þættir sem eru mikilvægir í útivistarskógum voru líka teknir út, eins og þeir sem varða aðgengi, innviði og umhirðu reitanna. Myndir voru teknir á öllum stöðum og sérstaklega var leitast eftir því á hverjum stað að ná mynd frá sama sjónarhorni og árið 1992, ef slík eldri mynd var til. Gagnagrunnur var hannaður í kortaupplýsingakerfinu ArcGIS til að halda utan um staðsetningarhnit reitanna og eigindi þeirra. Tími vannst til að finna staðsetningar 95 af 110 reitum, en af þeim 95 höfðu 2 horfið frá síðustu úttekt. Mælingar voru gerðar á 93 reitum, en af þeim voru 53 með samfellda skógarlundi, en á hinum 40 stöðunum fólst ræktunin aðallega í skjólbeltum. Niðurstöður mælinga sýndu að samfelldu skógarreitirnir 53 þöktu 65 ha og að grisjað hafði verið í 25% þeirra. Birki var algengasta trjátegundin í þessum 53 minni og stærri skógarreitum, en sitkagreni var í öðru sæti. Sumir reitanna eru þegar opnir almenningi og eru í umsjón skógræktarfélags eða sveitarfélags, en einnig fundust illfærir, óhirtir reitir sem gaman væri að gera aðgengilegri. Beitt var sérstakri greiningu í ArcGIS til að finna einn reit í hverjum landshluta (utan Vestfjarða) sem hentaði til frekari þróunar sem útivistarskógur.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30702


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_SigridurHrefnaPalsdottir_2018.pdf23.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna