is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30704

Titill: 
  • Hvernig getur lítið sjávarþorp á Íslandi orðið vistvænna? Ný ásýnd á bæjarrýmum á Eyrarbakka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vistspor Íslands er einna verst í heiminum og þörf er á að draga úr því. Ógn á umhverfið af völdum stóriðnaðar er dæmi um það að vistkerfi hafa skemmst og umhverfisvandamál hafa aukist. Vandamálið hefur víðtæk áhrif á nær og fjær umhverfi. Maðurinn er hluti af umhverfi sínu og umhverfið hefur áhrif á allt líf á jörðinni.
    Vistvænar áherslur í skipulagi í borgum og bæjum er ein leið til þess að minnka vistspor og til að draga úr mengun.
    Í þessu verkefni er fjallað um vistvæn skipulög í borgum og bæjum og mikilvægi þess að innleiða þau. Áhersla er lögð á að styrkja bæjarrými í þorpi sem á sér ríka menningarsögu og horft til viðmiða að vistvænum samfélögum. Skoðuð eru dæmi um vistvæn samfélög og forsendur almenningsgarða og bæjarrýma til að auka mannlíf. Eyrarbakki er tekinn fyrir sem athugunarsvæði og gerðar eru tillögur að breytingum á völdum svæðum. Tillögurnar hafa það markmið að sýna hvernig hægt er að breyta þorpi með vistvænum leiðum og um leið bæta bæjarrými sem eflir staðaranda og sögu svæðisins.Til að koma auga á staðhætti Eyrarbakka er gerð greining á svæðinu, með greiningarvinnu er hægt að komast að því hver staðarandi og sérstaða þorpsins er. Hugmyndir af tillögum eru sýndar með myndum sem leitast við að skapa aðlaðandi bæjarrými fyrir ferðamenn og íbúa.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30704


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.Berglind Bjork.pdf13.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna