is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30707

Titill: 
  • Strendur Kjalarness. Tækifæri til aukinnar útivistar og bættrar lýðheilsu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Góð útivistarsvæði eru nauðsynleg svæði til að komast í snertingu við náttúruna en útivist í náttúrulegu umhverfi er talið vera lykilatriði þegar kemur að heilsu og vellíðan. Gæði umhverfisins skiptir því miklu máli og mikilvægt er að hafa umhverfi sem stuðlar að heilbrigðari lífstíl og bættri lýðheilsu. Sjávarsíðan hefur alla tíð haft aðdráttarafl á fólk en þar eru fjölbreyttir útivistarmöguleikar. Á höfuðborgarsvæðinu eru náttúrulegar strendur af skornum skammti þar sem landfyllingar eru víða. Á Kjalarnesi er náttúrleg strandlengja og lífmiklar fjörur sem mikið eru notaðar af heimamönnum til útivistar.
    Í þessu verkefni er fjallað um þann ávinning sem fæst af útivist í náttúrulegu umhverfi og við sjávarsíðuna. Almennt er fjallað um ímynd staðar og hvernig megi auka aðdráttarafl og skapa staðbundin verðmæti. Góð strandsvæði eru tekin fyrir sem eru vel heppnuð til útivistar og upplifunar og skapa verðmæti fyrir samfélag sitt. Fjallað er almennt um Kjalarnes og sérkennin dregin fram til að fá skilning á þeim tækifærum sem svæðið hefur upp á að bjóða. Markmið þessa verkefnis er að þróa útivistarsvæði við strendur Kjalarness sem stuðlar að aukinni útivist og bættri lýðheilsu. Auka aðgengi að strandlengjunni og ýta undir upplifunarþætti svæðisins. Ásamt því að ýta undir staðarímynd og skapa verðmæti fyrir Kjalarnes. Með markmiðin að leiðarljósi er unnin hönnunartillaga að útivistarsvæði í Hofsvík á Kjalarnesi.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30707


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Lokaverkefni Kjalarnes_minna.pdf8.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna