is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30708

Titill: 
  • Hvaða þættir gróðurs geta haft áhrif á aukna notkun hjólsins?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Höfuðborgarsvæðið hefur farið ört vaxandi síðustu áratugi. Áður fyrr var Reykjavík ein þétt borg sem breyttist í mörg minni úthverfi sem byggðust upp í kringum hana. Dreifing byggðarinnar hefur haft það í för með sér að grænu svæðin sem umlykja borgina hafa minnkað og einkabíllinn hefur fengið mikið vægi til að koma fólki milli bæjarhluta. Með vaxandi fólksfjölgun og þar af leiðandi auknum bílum hefur gatnakerfi borgarinnar ekki undan og hafa sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins tekið höndum saman til að sporna við vaxandi vandamálum. Byggðin á ekki lengur að byggjast út á við heldur skal þétta þá kjarna sem fyrir eru. Notkun léttvagna á að koma fólki milli svæða og þar að auki á að hvetja fólk til hjólreiða. Loftgæði og lýðheilsuvandamál hafa einnig gert vart við sig síðustu ár. En vaxandi bílaumferð hefur einnig í för með sér meiri mengun og svifryksmengun er orðið vaxandi vandamál á höfuðborgarsvæðinu. Hreyfingarleysi íbúanna með breyttum lífsstílsvenjum þar sem mikið er um kyrrsetustörf hafa aukið heilsuvandamál eins og hjartasjúkdómar, sykursýki, offita, stoðkerfisverkir og þunglyndi. Hvetja á nú íbúa höfuðborgarsvæðisins til að hreyfa sig meira og nota meðal annars hjólreiðar sem daglegan ferðakost en til þess þarf að bæta hjólreiðakerfi höfuðborgarsvæðisins. Það er að mörgu að huga við hönnun nýrra hjólreiðastíga. Einn mikilvægur þáttur er umhverfið í kringum stíginn. Verkefni þetta fjallar um hvort við getum nýtt gróður til að hvetja okkur út að hjóla með það að leiðarljósi að fækka ferðum akandi og auka lýðheilsu manna og bæta líffræðilegan fjölbreytileika.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30708


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS verk Esther Björg.pdf15.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna