is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlinda- og umhverfisdeild (2017-2019) > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30710

Titill: 
  • Áhrif hæðar bygginga á sálfræðilega endurheimt í borgarumhverfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa lýst áhrifum byggðs umhverfis á sálfræðileg endurheimt (e. psychological restoration) sem skilgreind er sem endurnýjun andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar getu sem minnkað hefur vegna fyrirhafnar fólks við að mæta kröfum hins daglega lífs. Sýnt hefur verið að langvarandi skerðing á sálfræðilegri endurheimt getur það valdið margþættum vandkvæðum og haft neikvæð áhrif á heilsufar. Samfélag manna er í síauknu mæli innan borgarsamfélaga og hefur orðið vitundarvakning varðandi það að borgarlíf er streituvaldandi og skapi þörf fyrir sálfræðilega endurheimt sé ekki vandað til verka við hönnun og skipulag. Mikilvægt er því fyrir stjórnvöld og ráðamenn að vera meðvituð um mikilvægi þess að vigta sálfræðilega þætti inn þegar unnið að hönnun og mótun borgarumhverfis.
    Í rannsókninni verða skoðuð áhrifa hæðar bygginga á möguleikan til sálfræðilegrar endurheimtar. Gerð var rannsókn á eiginleikum nokkurra svæða á Laugavegi með tilliti til sálfræðilegrar endurheimtar. Rýmin sem um ræðir voru valin út frá vettvangsrannsóknum Páls Jakobs Líndal fyrir Reykjavíkurborg undir nafninu Sumar götur og rannsókn Katarinu Metlicka um sama efni. Rýmin eru götumynd Laugavegs og samanstanda af framhliðum bygginga, gangbrautum og götum auk himins.
    Spurningakönnun var sett fram og voru 237 þátttakendur sem mátu 12 myndir af áðurnefndum rýmum og svöruðu fjórum spurningum um hverja þeirra, en þær tóku til sálfærðilegarar endurheimtar (e. psychological restoration), fjarveru (e. being away), hrifningu (e.fascination) og dálætis (e. preference). Niðurstöður voru í samræmi og juku á þekkingu um ástæður þess að fólk sækir í neðri hluta Laugavegs. Áhrif lægri byggingahæðar var mælanleg og sýndu niðurstöður að meiri líkur væru á endurheimt á neðri hluta Laugavegs þar sem byggingar er lægri sem aftur hefur jákvæð áhrif á mat á dálæti.

Samþykkt: 
  • 7.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30710


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Ritgerd GRJ 07.05.18.pdf2.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna