is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3072

Titill: 
  • Meginreglur stjórnsýsluréttar við opinber innkaup
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni „Meginreglur stjórnsýsluréttar við opinber innkaup“ er fjallað um tengsl mikilvægustu og helstu meginreglna stjórnsýsluréttarins og laga nr. 84/2007 um opinber innkaup.
    Sérstaklega var kannað hvort meginreglur stjórnsýsluréttar takmarki svigrúm opinberra aðila þegar stunduð eru innkaup sem falla undir gildissvið innkaupalaga. Í upphafi ritgerðarinnar er stuttlega fjallað um sögulega þróun innkaupalaga, tengsl þeirra við EB-rétt og gildissvið þeirra, þ.e. til hvaða aðila lögin ná og hvaða samningar falla undir þau. Þessu næst er gerð grein fyrir helstu meginreglum stjórnsýsluréttar sem gilda við opinber innkaup. Fjallað er um lögmætisregluna, jafnræðisregluna, bann við mismunun, regluna um gagnsæi í opinberum innkaupum, meðalhófsregluna, regluna um skyldubundið mat og svigrúm til mats, málefnaleg sjónarmið og bann við valdníðslu, hæfisreglur stjórnsýsluréttarins, leiðbeiningarskyldu stjórnvalds, málshraðaregluna, rannsóknarregluna, andmælarétt, upplýsingarétt, rétt til skriflegs svars og regluna um skýrar og afdráttarlausar ákvarðanir. Gerð er grein fyrir hvernig þessar reglur kunni að takmarka umsvif opinberra aðila og hvernig þær birtast í innkaupalögum.
    Að lokum eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman. Þar kemur m.a. fram að um öll umsvif opinberra aðila gilda meginreglur stjórnsýsluréttarins þar sem gildissvið þeirra er víðtækara en t.d. stjórnsýslulaga. Meginreglur stjórnsýsluréttarins og innkaupalög hvíla á sömu grundvallarsjónarmiðum og við setningu innkaupalaga var leitast við að þau innihéldu sem flestar af fyrrgreindu reglurnar. Þó kom m.a. í ljós að kveða hefði mátt skýrar á um meðalhófsregluna í innkaupalögum, þótt hún kunni að felast í ákvæðum laganna.

Samþykkt: 
  • 23.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3072


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meginreglur_stjornsyslurettar_vid_opinber_innkaup_fixed.pdf751.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna