is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3073

Titill: 
 • Sekt uns sakleysi er sannað : umfjöllun fjölmiðla skoðuð í samhengi við rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar skv. 6. gr. MSE og 70. gr. stjórnarskrár Íslands
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tjáningarfrelsi er fjölmiðlum afar mikilvægt. Jafnvel hafa þeir víðtækara frelsi til að
  tjá sig heldur en hinn almenni borgari, með það að markmiði að koma fréttum og
  upplýsingum til almennings. Það er mjög mikilvægt að almenningur sé upplýstur í
  lýðræðissamfélagi.
  Í 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu er að finna rétt einstaklinga til réttlátrar
  málsmeðferðar og í 70. gr. stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er að finna sambærilega
  grein. Á sama tíma fjalla 10. gr. Mannréttindasáttmálans og 73. gr. stjórnarskrárinnar
  um réttinn til tjáningarfrelsis.
  Mannréttindi skarast oft og svo er eins í þessu tilfelli. Meðal þess sem fjölmiðlar
  miðla til almennings eru fréttir af þeim sem sakaðir eru um að fremja afbrot. Við fáum
  að vita atburðarásina allt frá frumstigi málsins. Stundum er aðeins um grun um afbrot
  að ræða – kæra jafnvel ekki komin fram. Slíkar umfjallanir verða oft til þess að
  almenningur og fjölmiðlar hafa tekið ákvörðun um sekt eða sakleysi viðkomandi
  einstaklings út frá þeim upplýsingum sem þeir hafa og sinni eigin réttarvitund.
  Hvernig skarast tjáningarfrelsi fjölmiðla á við rétt einstaklinga til réttlátrar
  málsmeðferðar með þessum hætti og eru önnur hvor réttindin mikilvægari?
  Niðurstaðan er sú að réttindin eru jafn mikilvæg og þau fara saman. Það er
  eðlilegt að mannréttindi skarist og galdurinn er að ná jafnvægi þar á milli. Meðal
  annars þarf fjölmiðlafólk að vanda fréttaflutning sinn og hafa í huga allar hliðar
  málsins.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.09.2141.
Samþykkt: 
 • 23.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_Sekt_uns_sakleysi_er_sannad_fixed.pdf503.35 kBLokaður til...01.09.2141Sekt uns sakleysi er sannað - heildPDF