is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár) Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > Diplóma verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30731

Titill: 
 • Viðtaka háspennustrengja
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Háspennustrengir eru mikil fjárfesting fyrir flest dreifi- og flutningsfyrirtæki raforku. Ferlið er langt, allt frá því að ákveðið er að leggja streng, að hönnun og útboði. Eftir það tekur við framleiðsluferli, sem í sumum tilfellum getur verið langt, en það fer alltaf eftir gerð strengja, lengd þeirra og þess háttar þáttum. En einnig getur verið bið eftir því að komast að í framleiðsluferli hinna fjölmörgum framleiðenda strengja.
  Það er því margt fengið með því að vanda til verks þegar kemur að því að huga að lagningu strengja, hlutir eins og lagnaleið, varmaleiðni jarðvegs o.þ.h.
  Þegar kemur að því að taka slíka fjárfestingu í rekstur er nauðsynlegt að gera ítarlega skoðun á strengnum. Gera svokallaðar viðtökuprófanir, til þess að vera viss um, að þegar kemur að því að hleypa rafmagni á strenginn, að allt sé eins og það á að vera. Það sem er mælt, er að minnsta kosti einangrunargildi kápu, TDR og viðnám. Að auki er gott að gera mælingar á PD virkni.
  Með því að gera þessar mælingar má draga mjög úr áhættu á því að upp komi alvarlegar bilanir á strengjum, t.d. vegna leyndra galla frá framleiðslu eða samtengingum.
  Lykilorð: Dreifikerfi
  Raforkuflutningur
  Prófanir

Samþykkt: 
 • 7.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30731


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HalldórÖrnSvansson_Viðtaka háspennustrengja_Lokaverkefni í iðnfræði 2018.pdf990.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna