is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30737

Titill: 
 • Hvaða þættir hafa áhrif á upplifun feðra af fæðingu?
 • Titill er á ensku What factors affect the experience of fathers during labour and childbirth?
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Þátttaka feðra í fæðingarferlinu hefur aukist á síðustu áratugum og er nú mikill meirihluti þeirra viðstaddur fæðingu barna sinna. Sumir feður upplifa fæðinguna á neikvæðan hátt þrátt fyrir jákvæð áhrif þess að fá að vera viðstaddur hana. Afleiðingarnar geta jafnvel haft skaðleg áhrif á líf og heilsu þeirra. Til að geta veitt feðrum viðeigandi þjónustu er mikilvægt að vita hvaða þættir hafa jákvæð áhrif á upplifun þeirra og hverjir hafa neikvæð áhrif.
  Markmið: Að skoða og greina þá þætti sem hafa áhrif upplifun feðra af fæðingu barna sinna í þeim tilgangi að bæta þá þjónustu sem þeir fá. Rannsóknarspurningin er: “Hvaða þættir hafa áhrif á upplifun feðra af fæðingum?”
  Aðferð: Verkefnið er fræðileg samantekt og fór heimildaleit fram í eftirfarandi gagnagrunnum; “PubMed”, “Science direct”, “Cinahl”, Hirslu Landspítalans og “Google Scholar”. Einnig var notast við snjóboltaaðferð og leitað eftir greinum í heimildaskrám þeirra greina sem fundust við leit ásamt því að skoða greinar sem leitarvélar mæltu með við lestur hverrar greinar. Notast var við 26 frumrannsóknir við gerð verkefnisins.
  Niðurstöður: Helstu þættir sem virtust hafa áhrif á upplifun feðra voru; undirbúningur og fræðsla á meðgöngu, hvernig þeim tókst upp í stuðningshlutverkinu, hvort þeir upplifðu að þeir væru partur af ferlinu, samskipti við ljósmóður og umönnun hennar, skipulag ljósmæðraþjónustunnar, upplýsingaflæði frá starfsfólki, fæðingarstaðurinn, umhverfið og fæðingarmátinn.
  Ályktanir: Þeir þættir sem greindir voru í samantekt virðast hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á upplifun feðra af fæðingum. Ljósmæður geta gegnt lykilhlutverki í að stuðla að jákvæðari upplifun feðra. Þá er þörf á breytingum í uppbyggingu fæðingarþjónustunnar til að styðja við feður. Þörf er á frekari rannsóknum á aðkomu feðra að fæðingarferlinu þá sér í lagi hérlendis en einungis ein íslensk rannsókn fannst við heimildaleit.
  Lykilorð: Feður, maki, upplifun, fæðing, fæðingarreynsla, áhrifaþættir.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: The involvement of fathers in the birth process has increased, and now the vast majority attend the birth of their children. While most experience a positive effect from having a chance to witness the birth of their child, for some fathers it is a negative experience. The consequences can adversely affect their lives and health. To provide care to fathers during this transformative time, it is important to understand what factors are associated with positive and negative birth experiences.
  Aim: To examine and analyze factors contributing to how fathers experience the birth of their children with the purpose to improve their care. The research question was: "What factors affect the experience of fathers during labour and childbirth?"
  Method: This paper is a systematic review and a systematic search of the literature was conducted in the following databases; "PubMed", "Science Direct", "Cinahl", “Hirsla Landspitali” and "Google Scholar". The snowball method was also used to examine references in the bibliography of the studies found, as well as viewing studies the search engines recommended. A total of 26 original studies were included.
  Results: The main factors that affected the experience of fathers were; preparation and education during pregnancy, how they succeeded in the supportive role, whether they felt they were part of the process, communication with the midwife and her care, organization of midwife services, information sharing by staff, birthplace, environment and mode of birth.
  Conclusions: These factors seem to have a positive or negative impact on the birth experience. Midwives play a key role in the factors that promote a more positive experience for fathers. However there is a lack of structure within maternity services to support fathers. Despite high involvement of fathers in the childbearing process in Iceland, only one Icelandic study was found on the involvement of fathers in childbirth, indicating a need for further exploration of the subject.
  Keywords: Fathers, partner, experience, birth, birth experience, factors.

Samþykkt: 
 • 8.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
img002.jpg423.27 kBLokaðurYfirlýsingJPG
Lokaverkefni Margrét.pdf671.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna