is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30740

Titill: 
 • Kynferðislegt ofbeldi og áhrif þess á barneignarferlið: Áfallamiðuð meðferð og hlutverk ljósmæðra
 • Titill er á ensku Effects of sexual abuse on the childbearing experience: Trauma informed care and the midwives role
Útdráttur: 
 • Einn stærsti viðburður í lífi konu er að bjóða nýtt líf velkomið í heiminn en talið er að fyrri áföll geti haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á upplifun hennar að því. Kynferðislegt ofbeldi meðal kvenna er sívaxandi vandamál í okkar samfélagi og því þurfa ljósmæður og aðrir heilbrigðisstarfsmenn að gefa sérstakan gaum vegna áhrifa sem það er talið hafa á konur. Gott samband ljósmóður og konu sem hún sinnir á meðgöngu er talin vera lykilinn að því að nálgast þennan hóp kvenna og styrkja þær í barneignarferlinu.
  Tilgangur verkefnisins var annars vegar að skoða hvaða áhrif fyrri saga um kynferðislegt ofbeldi í æsku og á fullorðinsaldri getur haft á upplifun þeirra á meðgöngu og fæðingu og hins vegar hvort að ljósmæður ættu að hugsa um allar eins og þær séu þolendur ofbeldis. Gerð var fræðileg samantekt en leitað var í gagnagrunnum PubMed, Scopus og Cinahl af ritrýndum fræðigreinum frá árunum 2007-2017.
  Niðurstöður leiddu í ljós að barneignarferlið getur haft neikvæð áhrif á líðan kvenna og leitt til neikvæðrar fæðingarupplifunar. Helstu afleiðingar eru endurupplifanir, aukinn fæðingarótti, aukin tíðni inngripa í fæðingu og hærri tíðni fæðingarþunglyndis. Með því að veita konu áfallamiðaða meðferð sem felst í því að allar konur séu þolendur áfalls er hægt að reyna að stuðla að jákvæðari fæðingarupplifun kvenna.
  Niðurstöður rannsókna sýna fram á að konur séu ekki að segja frá og ljósmæður ekki að spyrja um ofbeldi þrátt fyrir að talið sé að ein af hverjum fimm konum sé þolandi kynferðislegs ofbeldis. Með því að efla konur í barneignarferlinu og styðja vel við einstakar þarfir þeirra er talið að góð upplifun kvenna af fæðingu geti haft heilandi áhrif á líðan hennar, aukið sjálfstraust hennar og trú á sjálfri sér.
  Verkefnið sýnir fram á þörf fyrir skýrar verklagsreglur sem ljósmæður og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geta notað í starfi, en ljósmæður munu í framtíðinni koma til með að sinna mörgum konum sem eru þolendur kynferðislegs ofbeldis án þess að þess að hafa vitneskju um það.
  Lykilorð: Kynferðislegt ofbeldi (e. sexual abuse), fæðingarupplifun (e. birth experience), ljósmóðir (e. midwife), áfallamiðuð meðferð (e. trauma informed care).

Samþykkt: 
 • 8.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30740


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil Marín - pdf skil.pdf441.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf364.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF