is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30742

Titill: 
 • Þýðing, staðfærsla og forprófun lífsgæðamatslistans M. D. Anderson Dysphagia Inventory
 • Titill er á ensku Translation, Adaptation, and Pre-testing of the Icelandic Version of M. D. Anderson Dysphagia Inventory
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Kyngingartregða er tíður fylgikvilli krabbameins í höfði og hálsi. Æxlið sjálft getur verið orsakavaldur en einnig er algengt að mismunandi meðferðarleiðir sem beitt er við meininu valdi því að kyngingargeta skerðist. Alvarlegar afleiðingar geta fylgt kyngingartregðu, m.a. skert heilsutengd lífsgæði. Lífsgæðamatslistinn M. D. Anderson Dysphagia Inventory (MDADI) er hannaður sérstaklega til þess að meta áhrif skertrar kyngingargetu á heilsutengd lífsgæði einstaklinga sem fengið hafa krabbamein í höfði eða hálsi. Markmið þessa verkefnis var að þýða, staðfæra og forprófa þýðinguna í því skyni að kanna próffræðilega eiginleika hennar. Gögn forprófunarinnar voru einnig skoðuð í þeim tilgangi að kanna hvort matslistinn greindi á milli einstaklinga sem fengið hafa krabbamein í höfði og hálsi og einstaklinga sem hvorki höfðu greinst með krabbamein né kyngingartregðu.
  Matslistinn var þýddur með hefðbundinni bakþýðingaraðferð. Íslensk þýðing hans var svo forprófuð á 24 einstaklingum sem fengið höfðu krabbamein í höfði og hálsi og 24 einstaklingum sem hvorki höfðu greinst með krabbamein né kyngingartregðu. Innri-áreiðanleiki matslistans var kannaður með Cronbach‘s α og voru viðmiðunarmörk sett við 0,7. Innri áreiðanleiki var einnig kannaður með fylgni prófatriða við heildarmælitölu og voru viðmiðunarmörk sett við 0,4. Endurprófunaráreiðanleiki var kannaður með interclass correlation coefficient þar sem viðmiðunarmörk voru 0,7. Aðgengileiki var metinn annars vegar með spurningum til þátttakenda og hins vegar með gólf- og rjáfuráhrifum en miðað var við að gólf- og rjáfuráhrif væru ekki hærri en 15% í hverjum prófþætti. Notað var Wilcoxon-Mann-Whitney marktektarpróf til að kanna hvort marktækan mun væri að finna á stigafjölda rannsóknarhóps og samanburðarhóps.
  Þýðing matslistans gekk vel fyrir sig og með hjálp óháðs aðila var búin til samræmd og heildstæð þýðing. Lítill merkingarfræðilegur munur var á bakþýðingu matslistans og upprunalegri útgáfu hans. Niðurstöður forprófunarinnar sýndu að þátttakendum fannst íslensk þýðing matslistans skiljanleg og orðalag og innihald hans aðgengilegt. Engin gólfáhrif voru til staðar en rjáfuráhrif var að finna í öllum prófþáttum. Áreiðanleikamælingar sýndu að bæði innri áreiðanleiki og endurprófunaráreiðanleiki voru yfir viðmiðunarmörkum, bæði þegar litið var á heildarmælitölu matslistans og undirpróf. Marktækan mun var að finna á stigafjölda rannsóknarhóps og samanburðarhóps.
  Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar er hægt að álykta að íslensk þýðing MDADI sé áreiðanleg og aðgengileg einstaklingum sem greinst hafa með krabbamein í höfði og hálsi. Niðurstöður sýndu jafnframt að matslistinn greinir á milli einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein í höfði og hálsi og einstaklinga sem hvorki hafa greinst með krabbamein né kyngingartregðu. Ávinningur rannsóknarinnar er m.a. að nú er til matstæki sem hægt er að nota til að skilgreina hvaða þættir hafa jákvæð og neikvæð áhrif á heilsutengd lífsgæði einstaklinga með krabbamein í höfði og hálsi en slíkar upplýsingar er t.d. hægt að nota til að hanna meðferðarleiðir sem hámarka lífsgæði þeirra. Einnig er hægt að nýta matstækið sem frekari grundvöll til rannsókna og til að bera lífsgæði sjúklingahópsins við lífsgæði einstaklinga í sömu stöðu erlendis.

 • Útdráttur er á ensku

  Dysphagia is a common complication as a result of head and neck cancer. The tumor itself can cause dysphagia but it is also common that different cancer treatments cause swallowing impairment. Dysphagia can result in serious consequences, such as reduced health-related quality of life. M. D. Anderson Dysphagia Inventory (MDADI) is an instrument that is designed to assess the impact of impaired swallowing on quality of life in head and neck cancer patients. The goal of this research was to translate, adapt and pre-test the translation to evaluate its psychometric properties. The data was also examined to see if the instrument differentiated between individuals with and without head and neck cancer.
  MDADI was translated using a formal forward-backward translation method. The Icelandic translation was then pre-tested on 24 head and neck cancer patients and 24 individuals that had neither been diagnosed with head and neck cancer nor dysphagia. Internal consistency was measured with Cronbach‘s α (>0.7) and with correlation between overall score and individual test items (>0.4). Test-retest reliability was measured with interclass correlation coefficient (>0.7). Accessibility was measured with questions for participants, with floor- and ceiling effect (>15%). A Wilcoxon-Mann-Whitney test was used to see if the there was a significant difference between the research group and the control group.
  The translation process went well and with the help of an independent third party a harmonious translation was made. Little semantic difference was between the back-translation and the original version of MDADI. Results from the pre-testing showed that participants found the Icelandic translation was comprehensible and accessible. No floor effect was present, but ceiling effect was found in all domains. Reliability measures showed that both internal consistency and test-retest reliability met criteria, both for overall score and subdomains. Significant difference was found between scores of the research group and the control group.
  From the results it’s possible to conclude that the Icelandic translation of MDADI is reliable and accessible to individuals with head and neck cancer. The results also show that the instrument differentiates between individuals with head and neck cancer and individuals that have neither head and neck cancer nor dysphagia. The benefit of the research is for example that now there exists an instrument in Icelandic that can be used to define which factors have positive and negative impact on health related quality of life of people with head and neck cancer. That kind of information can for example be used to design treatments that maximize their quality of life. MDADI can also be used as a foundation for further research and to compare quality of life of head and neck cancer patients in Iceland to the quality of life of individuals with individuals with head and neck cancer in other countries.

Samþykkt: 
 • 8.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30742


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnhildur Gunnarsdóttir-MSritgerð.pdf2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing um medferd.pdf849.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF