is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30751

Titill: 
 • Titill er á ensku Dehalorespiring bacteria from the Öxarfjörður methane seepage pockmarks
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Arómatísk klórefnasambönd geta orsakað mikla mengun í umhverfinu, safnast upp í óæskilegu magni og valdið miklum skaða. Ákveðnar tegundir og stofnar baktería hafa sýnt hæfileika til að taka þátt í slíkri lífhreinsun með ákveðnum ferlum. Á meðal þeirra er afhalógenun sem gerir bakteríunni fært að nota halógenaðar sameindir sem aðal rafeindarþega í loftfirrðri öndun. Ákveðin gen þurfa að vera til staðar í erfðamengi bakteríanna sem gerir þeim kleyft að afhalógena halógenuð efnasambönd. Verkefni þetta miðast að því að athuga hvort ákveðnir stofnar baktería sem einangraðir hafa verið í gasaugum í Öxarfirði beri með sér gen sem gera þeim kleyft að framkvæma afhalógenun. Skimað var eftir þekktum eftir klóretan- og tríklóróetan öndunar afhalógenandi genum, í bakteríustofnum sem tilheyra fylkingunni Proteobacteria en bakteríur færar um lífniðurbrot og afhalógenun hafa fundist innan hennar. Genin hafa nú þegar verið greind í afhalógenandi bakteríunum Dehalobacter restrictus, Sulfurospirillum multivorans og Dehalococcoides ethenogenes. Við skimunina voru notaðir sértækir og ósértækir prímerar. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að gen sem gera afhalógenun mögulega, eru til staðar í fimm stofnum baktería sem finna má í þessu sérstaka umhverfi sem til staðar er í gasaugunum. Stofnarnir tilheyra fimm mismunandi ættkvíslum baktería; Porphyrobacter, Paracoccus, Rhodoferax, Paraburkholderia og Shewanella. Þar að auki óx stofn sem tilheyrir ættkvíslinni Cereibacter á æti með 1,2,3-tríklóróbensen sem aðal kolefnisgjafa og stofnar innan ættkvíslanna Paracoccus, Acidovorax og Acinetobacter uxu innan um háan styrk af hexani.
  Lykilorð: Proteobacteria, afhalógenun, Öxarfjörður, metangasaugu, afklórun

 • Útdráttur er á ensku

  Halogenated aromatic compounds are among the most persistent and prevalent pollutants in today‘s environment. To biodegrade them, microorganisms with specific degrading pathways may be used. These include the dehalorespiration pathway, enabling the bacteria to use halogenated compounds as terminal electron acceptors in anaerobic respiration. To be able to take part in bioremediation, specific genes must be present in the bacterial genome and expressed. The main scope of this research was to determine if specific strains, isolated from the Öxarfjörður methane seepage pockmarks, carry genes known to be involved in dehalorespiration. Specifically, chloroethene and trichloroethene reductive dehalogenase genes were screened for in selected strains in the phylum Proteobacteria, but strains belonging to the phylum have been shown to be capable of biodegradation and dehalorespiration. The genes have previously been detected in the dehalorespiring bacteria Dehalobacter restrictus, Sulfurospirillum multivorans and Dehalococcoides ethenogenes. Both specific and degenerate primers were used for the screening. Results obtained in the present study show that genes, involved in dehalorespiration, are present in five bacterial strains isolated from this specific environment in the methane seepage pockmarks. These include strains assigned to taxonomically diverse genera; Porphyrobacter, Paracoccus, Rhodoferax, Paraburkholderia and Shewanella. In addition, a Cereibacter strain was found to grow on 1,2,3-trichlorobenzene as a sole carbon source and Paracoccus, Acidovorax and Acinetobacter strains showed tolerance for high concentration of hexane.
  Keywords: Proteobacteria, dehalorespiration, Öxarfjörður, methane seepage pockmarks, dechlorination

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30751


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dehalorespiring bacteria from the Öxarfjörður methane seepage pockmarks_siljarunarsdottir.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna