is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30752

Titill: 
 • Titill er á ensku Comparison of different types of medium for Haematococcus pluvialis while manufacturing astaxanthin
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Astaxanthin er einstakt efni sem einfrumu grænþörungurinn Haematococcus pluvialis framleiðir. Efnið er þekktast fyrir að vera eitt öflugasta andoxunarefni sem þekkist og hefur áhugi fyrir að framleiða það úr náttúrulegum afurðum heldur en á synetískan hátt aukist mikið vegna gæða þess.
  Fyrirtækið KeyNatura ehf. framleiðir astaxanthin úr þörunginum og er þar leitast eftir að finna sem hentugasta æti og aðstæður fyrir þörunginn ásamt því að hámarka framleiðslu astaxanthin, eða í sem mestu magni á sem stystum tíma en í bestu gæðunum.
  Markmið verkefnisins var að kanna mismunandi æti við ræktun á H. pluvialis og hverskonar áhrif ætin hefðu á lífsferil þörungsins og myndun og uppsöfnun astaxanthin í honum. Tvær aðskildar tilraunir voru framkvæmdar þar sem í fyrri tilrauninni voru tvö algjörlega ólík æti notuð í ræktirnar og í þeirri seinni var notað sama ætið í allar ræktirnar en í helming þeirra var ekki settur fosfat buffer.
  Niðurstöður sýna að einhver munur er milli æta í mælingum þó ekki sé mikill, er hann þó greinanlegur. Einnig náðist að draga astaxanthin úr ræktunum og mæla magn þess en magnið var þó ekki í eins miklu magni og óskað hefði verið.

 • Útdráttur er á ensku

  Astaxanthin is a unique substance produced by the unicellular green microalgae Haematococcus pluvialis. Astaxanthin is known to be one of the most powerful antioxidants and there is growing interest in producing natural astaxanthin, rather than synthetic, due to its high monetary value and valuable properties.
  The company KeyNatura ehf. produces astaxanthin from the algae and they are striving to find the most suitable media and circumstances for the algae, as well as maximizing the accumulation of astaxanthin, or the maximum production in the shortest time with the greatest value product.
  The aim of the study was to experiment with different media for H. pluvialis and see what kind of effects it has on the life cycle, formation and accumulation of astaxanthin.
  Two separate experiments were performed. In the first experiment two completely different types of media were used. In the second experiment the same media was used for the whole culture, however in half of the culture phosphate buffer was not added.
  The results show there is some difference between media in the measurements, and although it is minor, it is detectable. Success was also made in extracting astaxanthin from the cultures and measuring its quantity. The quantity, however, was not as much as was desired.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.04.2138.
Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða.pdf24.27 kBLokaður til...30.04.2138ForsíðaPDF
Lokaverkefni_Tinna.pdf1.37 MBLokaður til...30.04.2138HeildartextiPDF