is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30754

Titill: 
 • Sjávarspendýr og fuglar sem meðafli í grásleppunet : sjálfbærni grásleppuveiða og afturköllun MSC vottunar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Grásleppuveiðar við Ísland fengu svokallaða MSC sjálfbærni vottun sína árið 2015 en vottunin var afturkölluð árið 2018. Grundvöllur afturköllunarinnar var skýrsla sem Hafrannsóknastofnun gaf út sem sýndi að meðafli á nokkrum tegunda fugla og spendýra var umfram viðmiðunarmörk um sjálfbærni. Ráðist var í heimildaleit á rannsóknum sem gerðar hafa verið á óæskilegum meðafla á grásleppuveiðum til þess að kanna grundvöll ákvörðunarinnar í þeim tilgangi að svara því hvort grásleppuveiðar séu sjálfbærar eða ekki. Einnig var heimilda leitað um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til þess að minnka óæskilegan meðafla í net og aðrar fljótlegri leiðir. Svo sem betri skráningar á meðafla í afladagbækur, tímabundnar svæðislokanir og bann veiða á ákveðnu dýpi. Niðurstöðurnar eru að meðaflamat Hafrannsóknastofnunar virðist í sumum hlutum skýrslunnar ofreiknað, það sama má segja um skýrslu Biopol. Sumir uppreikningar sýndu til dæmis að um 30% stofns útsels væri veiddur sem meðafli í grásleppunet. Umfang meðafla er samt talsvert og mikilvægt er að gera ráðstafanir svo grásleppuveiðar geti endurheimt MSC vottun sína. Ef stefna á að því þarf að auka rannsóknir og bæta skráningu sjómanna svo hægt sé að fá nákvæmara mat á umfangi meðafla og þar með sjálfbærni grásleppuveiða. Mikilvægt er einnig að leitað verði leiða til að lágmarka meðafla en fljótvirkasta leiðin í því samhengi væri að auka sóknarstýringu með því að takmarka veiðar á þeim svæðum og dýptarbilum sem mest er um meðafla. Þá væri einnig æskilegt að prófa hér á landi aðrar aðferðir sem gefið hafa vísbendingar um góðan árangur til að minnka meðafla, svo sem ljós á höfuðlínu neta.
  Lykilorð: Hrognkelsi, meðafli, sjálfbærni, MSC vottun, meðaflafælur

 • Útdráttur er á ensku

  Icelandic lumpfish fisheries received an MSC certification in 2015. Unfortunately, the certification was suspended in 2018. The primary reason for the suspension was a report published by Hafrannsóknastofnun (e. Marine and Freshwater Research Institute) that discovered that several species of marine mammals and sea birds where caught as bycatch. This was having a particularly negative effect on endangered species caught as lumpfish bycatch. This study was conducted by the means of referencing research papers that discuss unwanted bycatch in lumpfish fisheries in order to discover whether Icelandic lumpfish fisheries are sustainable or not. Referencing of scientific studies about methods of reducing the amount of unwanted bycatch and other temporary solutions was also utilized in composition of this study (such as the introduction of stricter documentation of bycatch in the registrations forms and temporary area- and depth closures). The results show that the Marine Research Institute´s bycatch evaluation in some parts of their report are overcalculated. The same can be said about a report conducted by Biopol. Some recalculations showed that around 30% of the Icelandic grey seal population were caught as a bycatch. The total volume of bycatch due to Icelandic lumpish fishing is still considerable. It is paramount for changes to be made so the lumpfish sector of the Icelandic fishing industry can re-receive an MSC certification. If an MSC certificate is to be achieved, further research is necessary along with the improvement of documentation of catch by the fisherman of the Icelandic fleet. Both must be done to get more accurate results on the assessment of bycatch and subsequently the sustainability of Icelandic lumpfish fisheries. It is also important to find solutions to minimize overall bycatch within the fishing industry. The quickest way to do so is to increase the fishing effort by temporary closures on specific areas. It would also be desirable to test other methods in Iceland that have been proven successful elsewhere to reduce bycatch, such as high visibility sections of netting.
  Keywords: Lumpfish, Bycatch, Sustainability, MSC Certification, Mitigation Measures

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.s.Ritg.Bergurj.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna