Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30755
The topic of this essay gives an appraisal view of how the fjord Ólafsfjörður, on the North coast of Iceland, is suited for aquaculture. The aim of the thesis is to point out the possibilities that exist based on water supply, field and energy. The research is based on studies and on hand information. It is intended to be demonstrative and legitimate. The main findings of the thesis are that Ólafsfjöður is suitable for smolt production with the usage of the cold water from Héðinsfjörður tunnel, hot water from Laugarengi and using the land that is available.
Key word: Aquaculture, smolt production, Ólafsfjörður, water supply, energy.
Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er úttekt á Ólafsfirði sem kost undir seiðaeldi. Á undanförnum árum og síðustu misseri hefur umræða um fiskeldismál farið stigvaxandi hér á landi. Hún er af öllum toga, bæði af velvilja, áhuga og gagnrýni. Unnin var rannsókn á grunni fræða og fyrirliggjandi gagna um hvernig skilyrði og aðstæður í Ólafsfirði eru til seiðaeldis laxfiska. Markmiðið er að meta möguleika í Ólafsfirði til vatnsöflunar, jarðnæðis og orku sem nýst geti til fiskeldis í firðinum. Helstu niðurstöður eru þær að vatnsbúskapur í Ólafsfirði er góður og nægjanlegt landrými er til staðar undir seiðaeldi í Ólafsfirði. Horft er til nýtingar á köldu vatni úr Héðinsfjarðargöngum og heitu vatn úr Laugarengi eða annarsstaðar af svæðinu, ásamt því að nýta jarðnæði í vestanverðum firðinum.
Lykilorð: Fiskeldi, seiðaeldi, Ólafsfjörður, vatn, orka.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Gunnlaug Helga lokaverkefni.pdf | 3,58 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |