is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30760

Titill: 
  • Samkeppnishæfni Íslands á alþjóðamarkaði, með sérstakri áherslu á raforkuframleiðslu með nýtingu jarðvarma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ísland hefur tiltölulega langa reynslu þegar kemur að jarðvarmaorku og nýtingu hennar til m.a. raforkuframleiðslu, húshitunar og fleira. Hins vegar er jarðvarmaorka einungis einn af mörgum orkugjöfum sem í boði eru. Í dag er Ísland orðið ein af fjölmörgum öðrum þjóðum sem hafa byggt upp þekkingu og reynslu er þegar kemur að jarðvarmanýtingu.
    Markmið þessarar rannsóknar var að greina samkeppnishæfni Íslands á alþjóðamarkaði með áherslu á raforkuframleiðslu með nýtingu jarðvarma. Leitast var við að greina hvernig samkeppnishæfni getur verið undir áhrifum nokkurra þátta s.s. tækni, nýsköpun, þekkingu og reynslu, ímynd, gæði og lagalegu umhverfi. Þrátt fyrir einhvert umtal um framangreinda þætti og áhrif þeirra innan jarðvarmageirans hefur ekki verið horft á þá með heildrænum hætti og hvernig þeir vinna saman sem einskonar spágildi (e. predictors) fyrir opnun á mögulegum tækifærum í sambandi við samkeppnishæfni. Rannsókn þessi er raundæmisrannsókn og var rannsóknarumhverfið greint með því að notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Viðtöl voru tekin við sérfræðinga innan jarðvarmageirans en alls voru tekin níu viðtöl við átta mismunandi fyrirtæki.
    Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að Ísland stendur vel að vígi í fjórum þáttum af sex. Tækni, nýsköpun og þróun eru þeir þættir þar sem Ísland stendur veikara fyrir en þar leynast samt sem áður mikil tækifæri fyrir landið. Í þeim fjórum þáttum sem Ísland skorar hærra í þ.e. gæði, þekking og reynsla, ímynd og lagalegt umhverfi, má sjá mikil tækifæri. Ísland hefur aðlaðandi lagaumhverfi. Landið hefur áratuga þekkingu og reynslu að baki, er þekkt af innlendum sem og erlendum aðilum sem gæðamerki og býr yfir sterkri ímynd í huga fólks sem land jarðvarmans, hreinnar orku og fallegrar náttúru. Niðurstöður leiða ennfremur í ljós að jarðvarmaklasinn, sem að er klasi þar sem að jafnaði fimmtíu aðildarfélagar tilheyra sem að allir starfa nátengt iðnaðinum, hefur haft jákvæð áhrif á samkeppnishæfni landsins. Styrleikur klasans er mikill. Klasinn er háþróaður og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem gerir það að verkum að Íslendingar hafa getu til þess að nýta jarðvarmann á fjölbreyttan hátt á fjölbreyttum sviðum.
    Samkvæmt niðurstöðum er Ísland samkeppnishæft á alþjóðamarkaði í raforkuframleiðslu með nýtingu jarðvarma og telst staða þess góð. Það eru þó ýmis vandkvæði sem þarfnast umbóta til þess að samkeppnishæfni landsins geti talist sterk. Það er til að mynda mikil þörf fyrir sameiginlega stefnu og áætlanagerð fyrir markaðssetningu landsins fyrir raforkuframleiðslu. Stuðningur stjórnvalda, einkum í formi fjármagns, er einnig nauðsynlegur til þess að veita meiri möguleika á alþjóðlegum verkefnum og þannig stuðla betur að alþjóðlegri markaðssetningu og viðskiptaþróun.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30760


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc lokaverkefni - Anita Mjoll (3).pdf4,04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna