Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30763
Tónlist hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Maðurinn flytur og hlustar á tónlist og hún hefur mótandi áhrif á samfélag og einstaklinga á hverjum tíma. Tónlistin er órjúfanlegur hluti af samfélagi manna um heim allan. Í þessari ritgerð er spurt hvernig tónlistarhlustun hafi breyst með tilkomu hljóðupptökutækninnar og henni svarað með því að taka hugtökin tónlist, hlustun og tækni til nánari skoðunar. Þar sem að tónlist hefur mótandi áhrif á samfélag og einstaklinga er mikilvægt að gera sér grein fyrir eðli hennar og áhrifum. Dýpri heimspekilegur skilningur á tónlist getur leitt til markvissari tónlistarflutnings og –hlustunar sem og tónlistarkennslu og -miðlunar. Markmið ritgerðarinnar er að varpa fræðilegu ljósi á uppruna og eðli tónlistarinnar, á það hvernig við hlustum á tónlist og hvaða áhrif tæknin hefur á tónlist og hlustun. Leitast verður við að varpa ljósi á viðhorf formæðra okkar og – feðra til tónlistarinnar og hvernig hún var notuð til þess að göfga manninn á líkama og sál með tónlistarþerapíu. Rýnt verður það í hvernig við hlustum á tónlist auk þess sem nokkrar samtímarannsóknir skoðaðar með tilliti til líkamlegra og sálrænna áhrifa sem tónlistin hefur. Að lokum verður sjónum beint að hljóðupptökutækninni en hún hefur haft mikil áhrif á tónlistarmenningu okkar, bæði flutning og hlustun, allt frá því Edison hannaði fyrsta grammófóninn þar til snjalltæknin kom til sögunnar.
Music has been an intergral part of humanity ́s development for thousands of years. We perform and listen to music, and music in turn has a transformative effect on the individual and the society alike. The focus of this thesis is how our ability and ways to listen to music have changed since the dawn of recording technology. The thesis is threefold: firstly an overview of the history of music, emphasizing how our ancestors perceived music and how the power of music has been used as a healing force throughout the ages. Secondly, the sense of hearing is examined and how we listen to music. This is followed by a review of some recent scientific experiments which shed light on what takes place in the human body and psyché when we observe musical performance. Thirdly the effects and influences of recording technology and mass production on music and the sense of hearing are investigated.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tónlist-Tækni-Hlustun.pdf | 2.07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |