Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30767
Umræðan um innviði hefur sjaldan verið meiri hér á landi en um þessar mundir, oft í tengslum við hversu undirfjármagnaðir þeir séu. Frá efnahagshruninu 2008 hefur verið skorið niður bæði til viðhalds og nýfjárfestinga vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs. Undanfarin ár hefur ákallið um bætta innviði verið að aukast, þá ekki síst vegna almennrar fólksfjölgunar og aukningar í komu erlendra ferðamanna. Vegakerfi landsins er komið að þolmörkum víðsvegar um landið og er þörf fyrir auknu fjármagni til þess að sinna bæði viðhaldi og fara í nauðsynlegar nýfjárfestingar. Þessi ritgerð fjallar um samstarf ríkis og fagaðila þegar kemur að innviðafjárfestingum þar sem fjallað verður um kosti og ókosti þess samstarfs. Rannsókn ritgerðarinnar miðar að því að kanna álit stjórnmálamanna og ýmissa hagaðila á samstarfi ríkis og fagaðila þegar kemur að uppbyggingu innviða, með áherslu á vegakerfið. Álit viðmælenda á kostum þess og ókostum ásamt viðhorfi þeirra til Sundabrautar var kannað. Almennt var niðurstaðan sú að viðmælendur voru opnir fyrir slíku samstarfi ríkis og fagaðila og á komandi árum geti Íslendingar átt von á því að fleiri verkefni verði framkvæmd með slíku samstarfi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaeintak BSc ritgerð - Turnitin skil.pdf | 1,03 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |