is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3077

Titill: 
 • Skilyrði og lok réttarverndar handveðs
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Veðréttur hefur lengi verið við lýði sem tryggingaráðstöfun í íslenskum rétti. Hægt er að
  finna heimildir um veðsamninga allt aftur til Grágásar, hinnar fornu lagaskrár og lögskýringarrits Íslendinga. Að geta stofnað til veðréttinda er afar mikilvægt í viðskiptaumhverfi nútímans og óhætt að segja að um sé að ræða þarft tæki þegar kemur að lánasamningum aðila, hvort heldur sem er milli einstaklinga, lögaðila eða
  fjármálastofnanna og þar sem trygginga er þörf vegna lána.
  Veðréttindi eru takmörkuð eignarréttindi og jafnframt tryggingarréttindi sem veita
  þeim sem réttindin eiga (veðhafa) þann forgangsrétt að mega á undan öðrum kröfuhöfum
  taka greiðslu af peningaverði ákveðinnar eignar sem annar aðili (veðþoli) hefur sett honum
  að veði og fá þannig fullnustu fjárkröfu sem ekki hefur verið greidd.1 Hægt er að flokka
  veðréttindi niður eftir stofnunarhætti þeirra í lögveð, aðfararveð og samningsveð, en
  samningsveð er algengasti flokkur veðgerninga og stofnast yfirleitt með löggerningi inter
  vivos.2
  Í þessari ritgerð verður umfjöllunarefnið takmarkað við handveð, sem er ein
  útfærsla af veðrétti og fellur undir samningsveð. Handveð lýsir sér þannig að veðsali
  missir umráð eða umráðarmöguleikann yfir veðandlaginu, sbr. 3. mgr. 1. gr.
  Samningsveðlaga nr. 75/1997.3 Í ritgerðinni verður leitast við að skýra út hvað felst í
  inntaki veðréttar, þ.e. hvað felst í tryggingunni sem veðrétturinn stendur fyrir. Einnig
  verður fjallað um stofnun handveðs og hvað þarf að vera til staðar svo hægt sé að stofna til
  þess háttar tryggingarráðstöfunar.
  Í framhaldinu verður komið inn á hvaða skilyrði þurfi að vera til staðar, svo að
  handveð njóti þeirrar réttarverndar gagnvart þriðja manni sem til er ætlast af veðréttinum.
  Veðhafi þarf að uppfylla ákveðin skilyrði svo handveð eigi að njóta réttarverndar gagnvart
  öðrum skuldheimtumönnum og mun höfundur leitast við að skýra hvaða skilyrði þetta eru,
  svo um sé að ræða fullkomna tryggingu fyrir veðhafa gagnvart öðrum.
  Veðréttur getur fallið niður með mismunandi hætti. Í enda ritgerðarinnar verður
  komið inn á lok réttarverndar handveðs, þ.e. lok veðréttar, og við hvaða aðstæður
  handveðsréttur getur fallið niður, eins ítarlega og lengd þessarar ritgerðar leyfir.
  1 Björn Þ. Guðmundsson: Lögbókin þín, bls. 503.
  2 Þorgeir Örlygsson: Veðréttur, bls. 20.
  3 Hér eftir skammstafað svl.
  3
  Mikilvægur grunnur í þessari ritgerð kemur úr ritum Ólafs Lárussonar, Fyrirlestrar
  um veðréttindi, Gauks Jörundssonar, Um veðréttindi og síðast en ekki síst riti Þorgeirs
  Örlygssonar, Veðréttur, sem skrifað var eftir að ný samningsveðlög tóku gildi hinn 1.
  janúar 1998 sem tóku við af lögum um sama efni frá 1887, ásamt síðari breytingum.
  Einnig var dönsk og norsk réttarframkvæmd á þessu sviði rannsökuð til samanburðar við
  íslensk lög um veðrétt.

Samþykkt: 
 • 23.6.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3077


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
msson_fixed.pdf211.36 kBLokaðurHeildartextiPDF