is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30771

Titill: 
  • Tjáningarfrelsi efnisins í sköpunarferlinu
  • Sæmundur berstrípaður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ég sit á vinnustofunni með æta klessu fyrir framan mig. Án þess að borða hana geri tilraun til þess að kynnast henni á nýjan og hlutlausari hátt. Skynfæri mín koma þó í veg fyrir að ég geti nokkurntíma nálgast eðli efnisins algjörlega. Efnisklessan matar mig upplýsingum og ég yfirfæri hugmyndir mínar yfir á hana og einhverstaðar þar á milli verður myndlistaverkið til. Þurrkað svínablóð og unnið hunang vinna sín á milli inn í plasthjúp sem liggur á skógarbotni við Helsinki. Glær gelatínhrúga tekur á sig lit þegar hávær og kemísklyktandi jarðaberja C-vítamín freyðitafla kemst í snertingu við það á gólfi á yfirgefinnar sjoppu. Nestlé þurrmjólk er sprautað á milli flísa í sýningarrými og blandast hægt og rólega við hunangið sem er að smeygja sér inn í steingólfið. Í þessari ritgerð skoða ég hvernig hægt er að nálgast efni sem efni í sjálfu sér, hvernig ólík samhengi þess birtast okkur í ólíkum rýmum og hvernig mannfólk hefur aftengst þeim efnisheimi sem umkringir það með tilkomu stórfyrirtækja. Ég styðst við hugmyndir Martin Holbraad um hugsun í gegnum hluti (e. thinking through things) í samhengi við það rannsóknarferli sem ég hef tileinkað mér í minni listsköpun. Ég styðst einnig við hugmyndir og siðferði nýefnishyggju (e. new materialism) í samhengi við vinnuferli myndlistamannana Hildi Bjarnadóttur og Kim Wilson. Ég set þrjú ólík verk eftir sjálfa mig í samhengi við hugmyndir heimspekingsins Kant um hlutinn í sjálfu sér (e. thing in itself) og tilgátu heimspekingsins Schopenhauer um viljann til að lifa (e. the will to live). Við skrif Naomi Klein í bók hennar No Logo í samhengi við gervitraust markaðsetningar og ljóðaskrif Andra Snæs Magnasonar í bókinni Bónusljós 44% meira. Einnig tengi ég við ólíka rýmis- og efnisnotkun myndlistarmannana Mika Rottenberg, Janine Antoni og Vajiko Chachkiani. Með þessar hugmyndir í forgrunni kanna ég hvar fyrirbærin efni, hlutur og vara mætast.

  • Útdráttur er á ensku

    I sit in my studio with an edible blob in front of me. Without eating it I make an effort to get to know it in a new and objective way, even though my senses prevent me from ever getting comletely to the truth of the material. The material goo feeds me information. I feed it ideas back and somewhere in the middle of that process an artwork is made. Dried pigs blood and processed honey interact within a sphere of plastic that lays in a forrest clearning in Helsinki. A see-through gelatine pile slowly absorbs color when a loud and chemical smelling C-vitamin tablets touches it on the floor of an abandoned hot dog shop. Nestlé baby formula is sprayed along tiles in an exhibition space and mixes slowly with the honey that is making its way along the stonefloor. In this thesis I will go into how to approach materials as materials in themselves, how the different contexts appear to us in different spaces and how humans have disconnected themselves from the material world that surrounds them with the rising of large corporations. I work through the ideas of thinking through things that Martin Holbraad writes about in the context of the work process I have adopted in my artistic practice. I also work through the ideas and morals of new materialism in context with the works of the artists Hildur Bjarnadóttir and Kim Wilson. I take three different artworks by myself and put them in an idealogical context with the ideas of the philosopher Kant on the things in itself and Schopenhauers theory about the will to live. I talk about the ideas of Naomi Klein in her book No Logo and especially in context with the fake trust corporational maketing establishes with the consumer. I connect to the poems of Andri Snær Magnason in his book Bónusljós 44% meira. I also connect to the different approaches to space and material in the works of the artists Mika Rottenberg, Janine Antoni and Vajiko Chachkiani. With these ideas in the forefront I explore where the phenomenons material, object and product meet.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna-Andrea-Winther-BA-Ritgerð.pdf6.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna