is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30772

Titill: 
  • Má list ekki alveg vera fyndin? : Hlutverk skopmyndarinnar og myndasögunnar í myndlist
  • Dagur hinna lifandi hrúta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í eftirfarandi ritgerð er fjallað um hlutverk, möguleika og einkenni skopmyndarinnar og myndasögunnar í myndlist. Farið er ítarlega í greiningu og fjölmargar skilgreiningar myndasögusérfræðinga á myndasögunni og reynt að finna sameigilegan grundvöll á þeim. Tekið er mið af skrifum myndasögusérfræðinganna Robert C. Harvey og Úlfhildar Dagsdóttur við greiningu á myndasögunni. Vangaveltur verða um hvort myndasaga þurfi endilega að vera fleiri en einn rammi til að standa undir nafni og sýnt fram á möguleika einrömmunga til að skapa tilfinningu fyrir líðandi tíma. Skoðanir myndasöguteiknara um stöðu þeirra í myndlistarheiminum og hvort skopskyn sé í lagi í list eru teknar til greina. Fjallað er um möguleika og mikilvægi samspils texta og myndar í tengslum við bæði myndasöguna og skopmyndina. Saga skopmyndarinnar og birtingamyndir hennar í klassískri list listamanna eins og Leonardo Da Vinci og Picasso er skoðuð ásamt einkennum hennar. Tekin eru fyrir þrjú verk og rýnt í þau út frá skopmyndinni og myndasögunni með þeim tilgangi að sýna hvernig list höfundar einkennist af þeim. Tvö verkanna eru einrömmungar og eitt þeirra fleiri en einn rammi, þannig verður sýnt hvaða áhrif notkun á fleiri en einum ramma hefur á listaverk. Markmiðið með ritgerðinni er að sýna fram á að skopmyndin og myndasagan eigi jafn mikið heima í myndlist og önnur listform.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of the following thesis is the role, potential, and characteristics of caricature and comics in visual art. It includes a thorough research into the various definitions of comics by comics experts, while trying to find common ground. The thesis draws upon the writings of comics experts Robert C. Harvey and Úlfhildur Dagsdóttir when trying to define comics. We look into whether comics need necessarily be more than one frame to be considered comics and the potential of single framed comics to create a sense of time. This thesis will look at the opinions of comic illustrators about their role in the art world, whether humor is allowed in art, and discuss the possibilities and importance of the relationship between text and picture in relation to both comics and caricature. The history of caricature and its appearance in the classical art of old masters including Leonardo Da Vinci and Picasso will be looked at as well as its characteristics. By studying three works by the author it will be shown how both caricature and comics appear in the author’s art. Two of the works are single framed comics while the third one has more than one frame, showing what the effect of having more than one frame has on the work. The goal with this thesis is to prove that both comics and caricature have just as much a role in the world of visual arts as other art forms.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba ritgerð með greinargerð fyrir skemmu.pdf50.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna