Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30775
Borghildar Tumadóttur, fjallar á fræðandi hátt um innsæi og er jafnframt tilraun hennar til að skoða sitt eigið sköpunarferli í samræmi við lista- og fræðimenn sem hafa fjallað um hugtakið. Í upphafi skoðar hún innsæið út frá sálfræði og súrrealisma í samhengi við hugmyndir um dulvitundina þar sem fram koma hugmyndir sálfræðinga og sálgreina á borð við Pierre Janet, Sigmund Freud, Carl Gustav Jung, John Bargh og Rawn Joseph. Þá fjallar hún stuttlega um Albert Einstein og hvernig hann treysti innsæi sínu ásamt hugmyndum Malcolm Cladwells um innsæi í þekkingu. Í framhaldinu skoðar hún stöðu innsæis á Vesturlöndum og Austurlöndum þar sem Einstein kemur aftur til sögu og gagnrýni indverska dulvísindamannsins Osho á ofurtrú á skynsemina á kostnað innsæis sem og þrepaskipan hans á eðli innsæis. Þá fjallar hún um kenningar Mihály Csíkszentmiályi um flæði og ber þær saman við eðli innsæis. Listakonan Agnes Martin skipar síðan veglegan sess í kafla um andagift og tengsl innsæis og náttúru. Auk upptalinna lista- og fræðimanna vitnar hún í enn fleiri sem hafa haft eitthvað um hugtakið að segja.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Innsæi.pdf | 5,14 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |