is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30777

Titill: 
 • Plastnotkun í sjávarútvegi : greining á plastnotkun HB Granda við veiðar og vinnslu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hefur umræða um plastnotkun og mengun sökum hennar orðið mun meira áberandi. Nú til dags heyrist oft að árið 2050 verði meira plast í sjónum en fiskar og hafa örsmáar agnir plasts þegar greinst í hafinu, ferskvatni og innyflum sjávarlífvera. Plastið virðist því vera að ferðast aftur til baka á land eða upp fæðukeðjuna og á matardisk fólks. Ljóst er að plast mun hafa áhrif á lífríki hafsins og eru sjávarafurðir Íslands þar engin undantekning. Ef ráðast á í breytingar af fullri alvöru þurfa öll lönd, stór jafnt sem smá, að vinna saman að samdrætti plastnotkunar, hreinsa upp þá mengun sem þegar hefur myndast og bæta endurvinnslu.
  Í þessu verkefni fer fram greining á notkun plastumbúða hjá sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda. Við úrvinnslu niðurstaðna er horft til fjögurra mismunandi vinnsluaðferða yfir þriggja ára tímabil og plastnotkun þeirra metin út frá ýmsum sjónarhornum. Markmiðið er að greina umfang plastnotkunar fyrirtækisins við veiðar og vinnslu og meta framlag til mengunar með tilliti til kolefnisfótspors.
  Við úrvinnslu gagna er stuðst við gagnagrunn sem HB Grandi veitti höfundi aðgang að. Inniheldur gagnagrunnurinn upplýsingar og magntölur um alla notkun fyrirtækisins á umbúðum og framleiðslutölur afurða árin 2015 til 2017.
  Niðurstöður greiningarinnar sýna að fyrirtækið notar um 400 tonn af plastumbúðum á ári í sjófrystingu, uppsjávarvinnslu, landfrystingu og ferskfiskvinnslu. Tæpur helmingur plastnotkunar er tilkominn vegna ferskfiskvinnslu þó ferskar afurðir myndi aðeins um tíund af heildarframleiðslu. Notkun frauðplast kassa í ferskfiskvinnslu er umfangsmest af notkun allra tegunda umbúða. Kolefnisfótspor plastnotkunarinnar er metið út frá framleiðslu hráplasts sem notað er í umbúðirnar. Losun er tæp 1200 tonn af koltvíoxíðsígildum árlega vegna framleiðslu plastsins.
  Plastnotkun fyrirtækisins er sett í víðara samhengi. Metið er að hún myndi um 2% af heildarnotkun plastumbúða á Íslandi og frauðplast notkunin ein og sér um 1%. Út frá niðurstöðum verkefnisins er lagt mat á hvaða skref fyrirtækið gæti tekið fyrst til að ná fram sem mestum úrbótum á plastnotkun sinni. Tillaga höfundar er upptaka annarrar tegundar umbúða en frauðplast kassa við flutning á ferskum afurðum í hitastýrðu umhverfi.
  Lykilorð: Sjávarútvegur, plast, umbúðir, frauðplast, kolefnisfótspor

 • Útdráttur er á ensku

  In the last few years, debate regarding plastic use and its resulting pollution has become more prominent. Nowadays, we often hear that by 2050 there will be more plastic in the ocean than fish. Microplastic has already been discovered in the ocean, freshwater, and intestines of marine organisms. It seems that plastic is traveling back to land, up the food chain and onto peoples’ dinner plates and into their drinking water. Evidently, plastic will influence the ocean’s ecosystems and Icelandic seafood products will be no exception. If serious changes are to be made, it is necessary for all countries, small and large, to work together in reducing plastic use, clean up the already existing pollution, and improve recycling.
  In this project, an analysis is performed of plastic use within the Icelandic seafood company HB Grandi. When analyzing the data, four different types of fish processing are evaluated based on information from a three-year period and its plastic use analyzed from different perspectives. The goal is to analyze the extent of the company’s plastic use during fishing and processing and to evaluate its contribution to pollution with regards to carbon footprint.
  All data processing is based on a database provided to the author by HB Grandi. The database contains information and figures on all plastic packaging used by the company along with production numbers for the period 2015 - 2017.
  The results of the analysis reveal that the company uses around 400 metric tons of plastic packaging per year when processing frozen products at sea, pelagic products, frozen products on land, and fresh products. Almost half of the plastic use is due to processing fresh products even though they only represent one tenth of the total production. The most prominent use of all types of packaging is the use of polystyrene boxes during processing of fresh products. The carbon footprint of the plastic use is evaluated based on production of raw materials used for the plastic packaging. Around 1200 tons of CO2 eq are released annually due to the production.
  The company’s plastic use is put into a wider perspective. The use of plastic packaging by HB Grandi is evaluated at 2% of the total use in Iceland and the use of polystyrene alone at 1%. Based on the project’s results, an evaluation is made of what the company’s first step could be to achieve the greatest results when attempting to improve its ways of plastic use. A suggestion is made by the author to begin use of a different type of packaging instead of polystyrene boxes when transporting fresh products in temperature-controlled environments.
  Key words: Fisheries, plastic, packaging, polystyrene, carbon footprint

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Plastnotkun í sjávarútvegi.pdf6.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna