is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30785

Titill: 
  • Hringrás bundin viðkvæmu jafnvægi
  • Órofa kerfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allt skiptir máli og spilar saman. Hugtakið náttúra er notað jafnt yfir gróður jarðar og samskipti manna. Náttúra er allt á milli himins og jarðar. Ósnortið jafnt sem meðhöndlað af lífverum heimsins. Maðurinn er ein af lífverum heimsins. Bakgrunnur listamanns hefur mikil áhrif á hugsun hans og listsköpun. Reynsla og þekking safnast upp í kynslóðum og berst áfram. Að einhverju leyti á tungumálið í listsköpun minni rætur sínar að rekja til hjúkrunarfræði sem gengur út á að horfa á manneskjuna í heild sinni. Þekking foreldra minna á sviði handverks og áhugi þeirra á náttúrunni birtist einnig í verkum mínum. Efnisval er nokkuð fjölbreytt. Þó má segja að meginlínur í efnisvali byggist á því að blanda saman grófum og fínum efnum. Ekki endilega til að tefla saman andstæðum heldur frekar til að vinna með jafnvægi. Oft blandast saman iðnaðarefni og efni sem eru notuð í hannyrðum. Það sama á við um aðferð. Inntak verkanna verður til í vinnuferlinu í tilraunum með efni og aðferð sem kallast á við hugsanir. Rýmið veitir oft innblástur í tilurð verkanna. Verkið Margbrotið samfélag (2017) fjallar um hvernig allt í heiminum kemur saman og er háð jafnvægi. Hvernig smæstu einingar geta lifað sem sjálfstæð kerfi en einnig mótað stærri samstæður. Einingar, kerfi og samstæður eru háð ytri aðstæðum og samskiptum sín á milli. Í þessari ritgerð er leitað í smiðju listamanna og fræðimanna sem hafa fjallað um að allt í náttúrunni sé tengt og byggt upp af einingum og kerfum. Jack Burnham, Hans Haacke og Sarah Sze eru á meðal þeirra sem ég rannsakaði. Þessi vinna hefur eflt áhuga minn á að rannsaka þessar staðhæfingar áfram í verkum mínum og halda áfram að kynna mér hugmyndir annarra á þessum nótum. Allt hefur áhrif og áhrif á eina einingu hafa keðjuverkandi áhrif.

  • Útdráttur er á ensku

    Everything is important and interconnected. The concept of nature refers to plants and human communication. Nature is everything. Both touched and uninterrupted by creatures of the world. The human being is one of the world’s creatures. The background of an artist defines and affects who he or she is. Knowledge and experience passes on through generations. The language of my art is in part influenced by my nursing profession which is about approaching the human in a holistic way. My parents’ knowledge in crafts and their interest in nature can also be seen in my works. Choice of material varies. The main characteristic is a blend of materials that are either delicate or rough. Not necessarily to coincide as opposites but rather to find equilibrium. Often it is a blend of industrial materials and materials used in embroidery. The same applies to the method. The creation of meaning occurs in the process, in experiments with material and methods in connections with my thoughts. The exhibition space is important in the creation process. The piece Margbrotið samfélag (2017) is about how everything in the world unites and is dependent upon equilibrium. How the smallest units can survive as independent systems and also unite in bigger complexes. Units, systems and complexes are dependent on their surroundings and interactions. In this paper the aim is to search for artists and theorists who share ideas about how everything in nature is interconnected and created by units and systems. Jack Burnham, Hans Haacke and Sarah Sze are among those I studied. This work has raised my interest in continuing to research those statements in my art and to further explore others’ ideas in that field. Effects on one unit generate a chain reaction.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð og ritgerð.pdf87.57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna