is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30790

Titill: 
  • Leiðin heim
  • Upphaf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari geri ég grein fyrir listsköpun minni í ljósi kenninga franska heimspekingsins Henri Bergson um drifkraft þekkingar sem felst í innsæinu, innra flæði sjálfssköpunar og hvernig það tengist tímanum eða verðandinni. Sköpunarferlið í list minni er hluti af þessu innra flæði innsæis sem hefur knúið fram umbreytingu á sjálfri mér. Fyrir mig er listferlið uppgötvunarferli þar sem ég vinn með fundna hluti, minnið, erfiða reynslu og úrvinnslu í takt við streymi tímans. Ég reyni að festa hið óstöðuga streymi vitundar í ólíkum verkum mínum og einnig að vinna úr flóknum tilfinningum og tilfinningalegum doða. Þannig rannsaka ég hið liðna með listrænum hætti og tengi það við ferðalag og Galdrakarlinn í Oz þar sem allt er mögulegt. Leiðin heim er táknræn fyrir sköpunarferlið og hefur því ákveðið meðferðargildi fyrir mig sem listamann, eins konar ferðalag þar sem hægt er að endurheimta hughrif, skerpa skilningarvit, endurvekja tilfinningar og efla jákvæða orku. Listsköpunin hefur því ákveðinn umbreytingarmátt. Úrvinnslan er tvinnuð saman við þjáningu og söknuð, meðal annars með skírskotun til reynslu Louise Bourgeois og kenninga Susan Sontag um sársauka annarra. Þá tengi ég úrvinnsluna við sýndina og rýmið sem eru ávallt breytingum undirorpnar. Loks nefni ég hugmyndir Agnes Martin sem minna á kenningar Henri Bergson um skynjunina sem mikilvæga í listinni, án rökrænna kenninga og fræða. Meginmarkmið er að sjá hlutina í nýju, bjartara ljósi, og sættast við hið liðna. Endurtekningin skipar stóran sess í listferlinu sem og í umbreytingu sjálfs míns, en hún afhjúpar hið dulda, opnar fyrir ný sjónarmið og ótal túlkunarmöguleika.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay will explain my own art making in the light of Henri Bergson's theories on the driving force of knowledge that is contained within insight, the internal flow of selfcreation and element of time and endless becoming. The creative process in my own art making is a part of this flow of insight that has fueled my own transformation. For me the process of creating art is a part of a path of discovery where I work with found objects, memory, difficult experiences and processing along the lines of linear time. I try to capture the unsteady flow of consciousness in different art mediums, work through complicated feelings and emotional numbness. That is how I investigate the past with art and connect it to the Journey home. In the Wizard of Oz where everything is possible, it becomes a symbol for the creative process and therefore a kind of my own personal art therapy, a kind of a journey where I can reclaim impressions, sharpen my senses, awaken emotions and build up a positive outlook. The creation of art has a kind of transformative powers. The processing is paired with suffering and nostalgia referencing the experience of Louise Bourgeois and the theories of Susan Sontag about the pain of others. I also associate the processing with perception and spatial organization that are continually subject to change. Finally I name the ideas of Agnes Martin that remind us of Henri Bergson's theories about perception as an important element of art without logical theories or academic research. The main goal is to reconcile the past and see things in a new light. Repetition is a big part of the art process as well as my own transformation as it reveals the latent image hidden by the past, and gives way to new perspectives and various interpretations.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30790


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Harpa_Masdottir_BA_ritgerd:gr_LHI.pdf67.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna