is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30796

Titill: 
  • Jafnlaunavottun og möguleg áhrif hennar á íslensk fyrirtæki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þann 1. janúar 2018 gengu í gegn lög sem skylda öll fyrirtæki og stofnanir landsins með 25 manns eða fleiri á ársgrundvelli til þess að gangast undir jafnlaunavottun. Með jafnlaunavottun er átt við að fyrirtækin skulu innleiða jafnlaunastaðal skrifaðan af Staðlaráði Íslands og í kjölfarið fá vottun um að þau hafi framfylgt honum. Ekki eru allir sammála um ágæti laganna. Leiðréttur launamunur kynjanna hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár og telja fylgjendur laganna að löggjöfin muni útrýma honum í eitt skipti fyrir öll. Á hinn bóginn hafa þeir sem hafa gagnrýnt lögin sagt að Alþingi sé að ganga full hart til verka og innleiðing staðalsins muni reynast of kostnaðarsöm fyrir minni fyrirtæki landsins. Við rannsókn þessa verkefnis var stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð sem gekk út á að taka viðtöl við mannauðstjóra eða aðra stjórnendur hjá nokkrum fyrirtækja og stofnanna landsins. Reynt var að taka viðtöl við stjórnendur fyrirtækja af mismunandi stærð og atvinnugreinum til að fá sem fjölbreyttust viðhorf á málefnum rannsóknarinnar. Rannsókn verkefnisins miðar að því að fá álit mismunandi stjórnenda í atvinnulífinu á lögunum um jafnlaunavottun, hvaða áhrif lögin hafa og hverjir eru kostir þeirra og gallar.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30796


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jafnlaunavottun og möguleg áhrif hennar á íslensk fyrirtæki x.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna