is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30801

Titill: 
  • SNART : sub specie aeternitatis
  • SNART Action 2018, MIMESIS
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um myndlist sem rannsókn. Ég útskýri sýn mína á listina og samfélagið í eigin verki sem ég nefni SNART. SNART er verkbálkur og listræn hugmyndafræði sem ég grundvalla listsýn mína á. Í ritgerðinni fjalla ég um listsköpun mína og tengi við kenningar sem fjalla um myndlist út frá listsköpun listamanna eins og Marchel Duchamp, René François Ghislain Magritte, Joseph Kosuth og Hannah Wilke. Sjálfsmyndarsköpun er eitt meginþema listsköpunar minnar sem segja má að eigi sér einhverja vísun í það sem farið er farið að kalla Queer-Theory. Ég rýni list mína með vísun til eigin verka og tengi pælingar mínar við skrif Simone de Beauvoir, Paul-Michel Foucault og Judith Butler með sérstöku tilliti til skoðunar á tvíhyggju vestrænnar menningar. Ritgerðin fjallar um afstöðu mína sem myndlistarmanns gagnvart samfélaginu og hvernig ég leitast við að nota myndlist sem aðferð til greiningar á stöðu einstaklingsins innan þess. Verk mín hafa sterka vísun í hefðir og ég útlista hvernig ég lít á list sem rannsókn á oki hefðarinnar og ég bendi á hvað hefur fengið mig til að ætla að listin geti verið ákveðin leið til að sleppa undan því oki. Í ritgerðinni útskýri ég ávarp mitt á tvíhyggju kynaðgreiningar samfélagsins og hvernig ég nýti mér það sem efnivið og útgangspunkt í listsköpun minni með hliðsjón af því sem Judith Butler kallar kyn-gjörning (e. Gender Performativity). Í listsýn minni nýti ég mér – og útlista í ritgerðinni – hugmyndir Wittgenstein um að hægt sé að sýna fram á ákveðin sannyndi, sem ekki er hægt að segja frá og fer yfir það hvernig þær hafa vakið hjá mér hugartengsl um að að listin geti vettvangur þekkingaröflunar sem ef til vill einvörðungu sé hægt að öðlast með listsköpun. Ég fer yfir hugmynd mína um sjálfsmyndarsköpun sem vaknaði hjá mér sem afleiðing af því að vera listamaður og trans sem kom út úr skápnum tiltöluleg seint á lífsleiðinni og hvernig ég nota mér hana sem drifkraft í listsköpun minni; hugmynd sem kristallast í því sem ég kalla sjálf-sögulega-list (e. Self-Narrative-ART) eða SNART.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30801


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð fyrir Skemmuna.pdf13,77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna