Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30802
Tilgangur rannsóknarinnar var að fá álit ráðgjafa á ráðningarskrifstofum á því hvort konur sæki síður en karlar um stjórnenda- og áhrifastöður og fá innsýn þeirra hvers vegna svo kunni að vera.
Sýnileiki kvenna í stjórnenda- og áhrifastöðum í fyrirtækjum hlýtur að stafa af einhverri ástæðu, en hver gæti sú ástæða verið? Vilja konur hreinlega ekki sækja um þessi störf, eða gætu verið áhrifaþættir í samfélaginu?
Við rannsóknina var notuð eigindleg rannsóknaraðferð og tekin voru fjögur viðtöl við ráðgjafa á þremur ráðningarskrifstofum. Skilgreind voru fimm þemu út frá viðtölunum með rannsóknarspurninguna til hliðsjónar og niðurstöður greindar.
Niðurstöður gáfu til kynna að konur væru að sækja um stjórnenda og áhrifastöður, ekki síður en karlarnir. Konur sækja þó gjarnan í aðrar atvinnugreinar en karlar svo sem störf sem ekki krefjast mikillar ábyrgðar og eru veigamikil. En ástæður fyrir því eru margþættar og má þar nefna þætti eins og staðalímyndir bæði kvenna og í samfélaginu sjálfu. Einnig gæti hlutdrægni í ráðningarferlinu spilað inni þar sem mikið er af körlum sem ráða í störfin og gætu þeir verið að ráða einhvern sem er þeim líkur. Konur sækja einnig oftar um stærri stöður í smærri fyrirtækjum. Þar sem einungis voru tekin viðtöl við fjóra aðila þá er erfitt að alhæfa út frá þessum niðurstöðum hinsvegar benda þær til þess að tíðarandinn sé að breytast og við færumst í rétta átt í kynjabaráttunni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sækja konur síður en karlar um stjórnenda- og áhrifastöður ? Viðhorf ráðgjafa á ráðningarskrifstofum..pdf | 1,87 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |