Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/30803
Í þessari ritgerð mun ég fjalla í stuttu máli um ótta minn við hvíta striga og hvernig ég fann mér annars konar efnivið til þess að mála á í staðinn. Einnig fjalla ég um þá undirgrein myndlistarinnar sem ég hef helst sótt innblástur í og er jafnframt mitt helsta viðfangsefni sem myndlistarmaður, portrett málverk. Ég skoða breytingar sem urðu á listforminu þegar listamenn á borð við Rembrandt og Frans Hals hættu að mála stíf portrett af hefðarfólki og fóru þess í stað að reyna að fanga viðfangsefni sín á persónulegri nótum. Þar sem ég mála portrett eftir ljósmyndum þá skoða ég muninn á þessum tveimur miðlum og eins hvað þeir eiga sameiginlegt. Þeir listamenn sem hafa haft hvað mest áhrif á mig síðastliðin ár koma einnig við sögu þar sem ég reyni að setja mig og mín verk í samhengi við þeirra listsköpun. Einnig fjalla ég um fyrstu einkasýninguna mína og hvernig tilviljanir eiga það til að setja lokapunktinn á mörg verka minna.
In this thesis, I will briefly discuss my fear of blank canvas and how I found myself a different kind of material to paint on instead. I also discuss the subject of the art that I have mostly sought inspiration from that is also my main subject as an artist, portrait painting. I explore changes in the art form when artists like Rembrandt and Frans Hals stopped painting a rigid portrait of aristocrats, instead attempting to capture their subjects personality. Since I paint portraits by photographs, I look at the differences between these two medias and what they have in common. The artists that have had the most impact on me in recent years are also involved with my work as I try to put myself and my work in the context of their artistic creations. I also describe my first solo exhibition and how coincidences sometimes play a major role in the final outcome of my work.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
skemmu pakki Valur.pdf | 28,51 MB | Open | Complete Text | View/Open |