is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30808

Titill: 
  • Íslensk olíufélög: Áhrif laga um ófjárhagslega upplýsingagjöf á samfélagsábyrgðarstefnur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vitund félaga um allan heim á samfélagsábyrgð hefur aukist á undanförnum árum og þar eru íslensk félög engin undantekning. Fræðimenn víðsvegar um heim hafa sett fram ýmsar kenningar um samfélagsábyrgð félaga. Í dag má því finna ótal mismunandi kenningar á umræddu sviði en hugtakið er þó stöðugt í þróun. Þau félög sem tekin voru fyrir í rannsókn þessari eru Atlantsolía ehf., N1 hf., Olíudreifing ehf., Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) og Skeljungur hf. en þau hafa það sameiginlegt að vera öll íslensk olíufélög. Rannsóknin snýr að stöðu íslenskra olíufélaga gagnvart samfélagsábyrgð og velta rannsakendur fyrir sér hvaða áhrif nýtt ákvæði, 66. gr. d., laga um ársreikninga nr. 3/2006 hefur haft á íslensk olíufélög. Ákvæðið gerir kröfu til félaga, sem uppfylla ákveðin skilyrði, til þess að gera grein fyrir ófjárhagslegum upplýsingum er heyra undir málefni samfélagsábyrgðar í ársreikningi sínum. Til þess að svara rannsóknarspurningu var notast við djúpviðtöl auk fyrirliggjandi gagna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þau félög sem ber lagaskylda til þess að gera grein fyrir ófjárhagslegum upplýsingum í ársreikningi sínum, þ.e. N1 og Skeljungur, virðast vera komin lengra við innleiðingu á samfélagsábyrgð.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30808


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_islenskoliufelog.pdf3.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna