en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30810

Title: 
  • Title is in Icelandic Tilgangur og hagnýting starfsmannasamtala - Innsýn frá stjórnendum og sérfræðingum á mannauðssviði
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Starfsmannasamtöl eru víða notuð hér á landi og er það ein af þeim aðferðum sem notuð er í stjórnun. Samtölin eru gagnleg fyrir stjórnendur, starfsmenn og fyrirtækið ef rétt og vel er að þeim staðið. Stjórnendur og starfsmenn veita hvort öðru gagnkvæmar upplýsingar, en það bæði eykur sambandið milli stjórnanda og starfsmanns og velgengni beggja aðila og fyrirtækisins. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hagnýtingu og tilgang starfsmannasamtala og veita dýpri skilning á því hvers vegna fyrirtæki innleiði og nýti slík samtöl. Til að svara því var lögð áhersla á að kanna helstu umfjöllunarþætti starfsmannasamtalanna, sem og að hversu miklu marki frammistöðumat er hluti af samtalinu. Enn fremur var markmiðið að kanna ávinning af notkun starfsmannasamtala. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við eigindlegar aðferðir í formi viðtala. Tekin voru viðtöl við ellefu fyrirtæki, þar sem leitast var við að fá innsýn frá stjórnendum og sérfræðingum í mannauðsdeildum fyrirtækjanna. Valin voru fyrirtæki á mismunandi sviðum atvinnulífsins, en fyrirtækin eiga það öll sameiginlegt að í þeim starfa yfir 100 starfsmenn. Helstu niðurstöður gefa vísbendingu um að fyrirtæki framkvæma starfsmannasamtöl reglulega til að veita starfsmanninum endurgjöf, til að fylgja eftir markmiðum og árangri og síðast en ekki síst til að hlusta á rödd starfsmannsins og vinna að umbótum. Starfsþróun, líðan, samskipti, framtíðarsýn og markmiðasetning eru helstu umfjöllunarefnin og er frammistöðumat almennt hluti af starfsmannasamtalinu. Niðurstöðurnar bentu einnig til þess að ávinningur er af starfsmannasamtölunum, þ.e. ávinningur fyrir starfsfólkið, stjórnendur og fyrirtækið. Helsti ávinningur fyrir starfsfólkið og stjórnendur eru samskiptin og endurgjöfin sem á sér stað. Einnig er þetta tækifæri fyrir báða aðila til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þær upplýsingar sem fram koma í starfsmannasamtölunum skipta fyrirtækinu máli. Fyrirtækið getur þá gripið til viðeigandi ráðstafana ef þess er þörf svo það starfi á árangursríkari hátt.

Accepted: 
  • Jun 11, 2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30810


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Tilgangur og hagnýting starfsmannasamtala - Andrea og Júlíana.pdf506.45 kBOpenComplete TextPDFView/Open