is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30815

Titill: 
  • Þróun á fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja á Íslandi frá efnahagshruni 2008
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig fjármögnunarumhverfi sprotafyrirtækja hefur þróast frá efnahagshruni 2008. Þar er lögð áhersla á að skoða þróun fjárfestingarsjóða, englafjárfesta og lánastofnana. Þróunin var skoðuð í samhengi við þau áhrif sem efnahagshrunið hefur haft á umhverfi nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi í heild sinni hér á landi. Þar að auki var athugað hvaða áskoranir séu til staðar í fjármögnunarumhverfinu og í ljósi þeirra áskorana borið kennsl á þau tækifæri sem liggja þar ónýtt. Notast var við eigindlega rannsókn þar sem viðtöl voru tekin við sjö aðila sem flestir starfa á framboðshlið fjármögnunarumhverfisins hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að núverandi staða fjármögnunarumhverfisins er á allt öðrum nótum en hún var talin vera stuttlega eftir efnahagshrunið. Þá hefur umhverfi fjárfestingarsjóða, englafjárfesta og lánastofnana tekið áberandi breytingum til hins betra. Sú breyting hefur verið í takt við aukin umsvif umhverfisins í heild sinni sem bersýnilega áttu upptök sín að rekja til efnahagshrunsins. Þó eru ýmsar áskoranir til staðar, en fjármögnunarumhverfið er undir því komið að þörf er á aukinni aðkomu erlendra fjárfesta. Þar að auki er skortur á fjármagni augljós á þremur mismunandi stigum sprotafyrirtækja. Enn fremur eru brestir á umhverfi englafjárfesta ásamt því að oft á tíðum er það að öðlast fjármagn ekki vandamál í sjálfu sér heldur er áskorun fólgin í því að hafa vel útfærða hugmynd og vel útfært viðskiptamódel. Í ljósi allra þeirra breytinga sem hafa átt sér stað og áskorana sem til staðar eru, má að sama skapi greina tækifæri þess að laða að erlenda aðila, hvort sem um er að ræða fjárfesta eða sérfræðinga. Þá spilar aðkoma hins opinbera veigamikið hlutverk í uppbyggingu fjármögnunarumhverfisins þar sem mörg tækifæri snúa að því hvernig betur megi nýta fjármagn hins opinbera.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30815


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
þróun_á_fjármögnunarumhverfi_sprotafyrirtækja_a_Íslandi_frá_efnahagshruni_2008_Kristján_og_Gissur.pdf746.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna