Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30817
Vefverslunum hefur fjölgað umtalsvert síðustu ár. Mikilvægt er að fyrirtæki missi ekki af lestinni og þar eru íþróttavöruverslanir ekki undanskildar. Neytendur nota internetið sífellt til að leita að og bera saman vörur og margir hverjir ljúka einnig kaupunum á netinu.
Rannsóknarverkefni þetta leitast við að lýsa því og greina hvaða áhrif vefverslun hefur á kauphegðun í íþróttavörubransanum og hvaða þættir spila þar stórt hlutverk.
Framkvæmdar voru tvær rannsóknir. Annars vegar megindleg rannsókn þar sem spurningalisti var lagður fyrir á netinu og hins vegar eigindleg rannsókn þar sem rannsakendur tóku viðtöl við stjórnendur íþróttavöruverslana. Stjórnendurnir svöruðu fyrir verslanirnar Hreysti, Sportvörur, Jóa útherja og Fjallakofann. Þessar verslanir voru valdar vegna þess hve ólíkar vörur þær selja þrátt fyrir að eiga það sameiginlegt að selja allar íþróttavörur.
Helstu niðurstöður staðfestu grun rannsakenda um aukið vægi vefverslana í nútímasamfélagi og hversu mikið þær hafa verið notaðar af neytendum. Í megindlegri rannsókn verkefnisins var stór hluti þátttakenda á því að þeir myndu auka viðskipti sín í gegnum vefverslun á næstu fimm árum. Í eigindlegri rannsókn verkefnisins kom fram að vefverslun hefur aukist mikið undanfarin ár. Viðmælendur töldu líklegt að hlutfall sölu vefverslana af heildarsölu muni koma til með að aukast á komandi árum. Þrátt fyrir mikla aukningu í vefverslun staðfestu viðmælendur þó að langstærsti hluti sölunnar fari ennþá fram í sjálfri versluninni, eins og búast mátti við. Einnig kom fram að vefverslanir eru mikið nýttar sem upplýsingaveita og stuðningur við kaup í verslun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif vefverslunar á kauphegðun á íþróttavörum.pdf | 1,22 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |