is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30818

Titill: 
  • Búa lífstíls- og förðunarsnapparar yfir trúverðugleika í augum neytenda? : Samanburður á tveimur áhrifavöldum út frá áhrifum á snyrtivörusölu og viðhorfi neytenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort að lífstíls- og förðunarsnapparar búi yfir trúverðugleika í augum neytenda. Aukin netnotkun síðustu ár hefur orðið til þess að markaðssetning á samfélagsmiðlum hefur orðið sívinsælli. Áhrifavaldar geta haft áhrif á kauphegðun neytenda með umfjöllunum sínum ef þeir búa yfir trúverðugleika og er orðið mikið um kostaðar umfjallanir á Snapchat og öðrum samfélagsmiðlum. Rannsóknin var unnin í samstarfi við Alexsöndru Bernharð Guðmundsdóttur og Töru Brekkan sem eru báðar áhrifavaldar á Snapchat, auk annara samfélagsmiðla, og í samstarfi við snyrtivöruheildsöluna Terma ehf. Framkvæmd var tvíþætt rannsókn þar sem að gerður var samanburður á tveimur áhrifavöldum á Snapchat. Í fyrri hluta rannsóknar var send út vefkönnun á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem að niðurstöður byggja á svörum frá 205 þátttakendum. Alls voru 17 spurningar á spurningalistanum, 9 spurningar sneru almennt að Snapchat notkun og áhrifum snappara og trausti í garð þeirra, 4 spurningar sneru sérstaklega að Alexsöndru og Töru, og í lokin voru 4 bakgrunnsspurningar. Seinni hluti rannsóknar var með svokölluðu hálftilraunasniði sem gerði höfundi kleift að rannsaka viðfangsefnið við náttúrulegar aðstæður. Tilraunin var framkvæmd þannig að snappararnir tveir fengu sína hvora snyrtivöruna til að fjalla um á Snapchat reikningum sínum. Fyrra inngrip var framkvæmt af Alexsöndru 15.mars og var sala á vörunni mæld í tvær vikur fyrir inngrip og í tvær vikur eftir og svo borin saman. Seinna inngrip var framkvæmt af Töru 6.apríl og voru mælingar framkvæmdar á sama hátt og í fyrra inngripi. Tekin voru viðtöl við snapparana tvo sem bornir eru saman í rannsókninni, auk þess var tekið viðtal við Ástrósu Sigurðardóttur, PR manager hjá Terma. Niðurstöður leiddu í ljós að lífstíls- og förðunarsnapparar geta búið yfir trúverðugleika í augum neytenda, en þó getur einn snappari verið trúverðugri en sá næsti. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar býr Tara yfir meiri trúverðugleika en Alexsandra, og byggist sú ályktun á svörum úr vefkönnun og söluáhrifum eftir inngrip. Yfirfæra mætti þessar niðurstöður á áhrifavalda almennt og telur höfundur að munur myndi liggja á milli trúverðugleika annara áhrifavalda væru þeir bornir saman.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc ritgerð. Trúverðugleiki lífstíls-og förðunarsnappara.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna